Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 19

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 19
Jósef. Mér finnst það koma fram í Biblíunni, að hann hafi verið eftirlœt- isbarn á heimilinu og verið klögu- skjóða. Faðir hans hafi gert upp á milli brœðranna. Hann fékk t.d. fall- egri kyrtil en þeir, — en þetta kemur ekki fram í biblíusögunum. Þar er hann sérstaklega góður strákur. Gunnar: — Ég vildi heldur kenna textann í Biblíunni, — en get þó ekki alveg staðhceft þetta, af því að ég hefi ekki kennt þannig. Þó veit ég, að börnin myndu þá fremur lœra að nota Biblíuna og bezt vœri, ef í henni vceru myndir eins og ég hefi séð I enskum útgáfum. Sjöfn: — Ég kysi einnig að kenna texta Biblíunnar heldur en biblíusög- ur. "— En er ekki kennaranum lagður ^neiri vandi á herðar með þessu? Með þessari aðferð kemst hann ekki yfir QHt, sem hann langar til að fást við °9 erfitt er að velja efni og hafna? Gunnar: — Já, en á móti þessu kemur þá möguleiki fyrir börnin og unglingana til að lesa meir, ef þau bafa löngun til. Hvernig var það þá, hafði krist- lnfrœðin engin áhrif á ykkur önnur en þau, að þetta vœri sem hver önn- Ur kennslugrein — eða þá sem ennsla í því að verða „góður mað- Ur"? Sjöfn: — Mér þótti það vera svo í arnaskóla, að þetta vceri kennsla í Pví að verða ,,góður maður," en í Qagnfrceðaskóla var þetta eins og Ver önnur kennslugrein. Þá varð iafnvel aIIt þurrara og fjarlœgara. Sú ,ennsla hafði ekki nein veruleg áhrif a mig. Ömurleg reynsla Sr. Guðmundur Óli: — Mig langar til að spyrja, þótt óviðkomandi sé skólunum, en ekki efninu, sem við er- um að tala um, — hvað segið þið um undirbúninginn til fermingar miðað við það, sem þið hafið verið að segja hér áðan? Gunnar: — Reynsla min er ömurleg. Hrefna: — Ég segi það sama. Við fengum að horfa á teiknimyndir í sumum tímum. Það voru engir kristin- frœðitímar það. Mér þykir þetta slcemt nú, en var fegin þá. Sjöfn: — Það var mjög mikið náms- efni hjá okkur, sálmar, ritningar. greinar og við tókum próf. Allir tóku þetta mjög alvarlega. Annars fannst mér leiðinlegt að þurfa að lœra svona mikið. Sjálfsagt var það af því, að ég var á þessum aldri. Mér fannst þetta samt lítil áhrif hafa á mig þá. Guðbjörn: — Ég lœrði eins og hin- ir en þessi lœrdómur vakti engar sér- stakar kenndir og engar spurningar. Sjöfn: — Mér finnst alveg óhœfa að ferma svona snemma. Sr. Guðmundur Óli spyr, hvort ekki megi hugsa sér, að börnin séu fermd yngri, — hvort hún segi þetta, vegna þess að hún líti á ferminguna sem heit. Sjöfn svarar, að hún hafi skilið ferminguna sem eins konar staðfest- ingu á skírninni -—■ annars muni ungl- ingar yfirleitt ekki gera sér glögga grein fyrir þessu. Sr. Guðmundur Óli telur, að þetta muni sumum þykja umdeilanlegur skilningur, en í reynd sé þetta lokatilraun kirkjunnar, sem 17

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.