Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 21

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 21
Gunnar álítur að þetta sé ekki svo, en Kolbrún hyggur að kirkjan sé ein- hvern veginn fyrir utan svið kennar- ans og nemandans. Sjöfn: — Fólk gerir sér e. t. v. ekki grein fyrir því almennt, að það sjálft er kirkjan. Þetta stafar sjálfsagt af vöntun í frœðslu. — Frœðslan virðist þá ekki miða við það, að kristinn maður sé tilbiðj- andi — eða hvað? Hún virðist þá 'T'iða að því einu að kristindómurinn sé bundinn þekkingu, hvort sem mað- urinn notar þessa þekkingu í lífi sínu eða ekki? Hrefna: — Já, ég álít að frœðslan í skólunum sé nœr eingöngu miðuð við nokkur þekkingaratriði, en miði ekki við það, að einstaklingurinn taki persónulega afstöðu. •— Hver finnst ykkur að eigi að vera tilgangur frœðslunnar, að hverju 'T'ynduð þið stefna með kennslu ykk- ar? Gunnar: — Ég vildi helzt reyna að kenna kristinfrœði, svo að hún verði ’T'ótandi, — til hjálpar þeim í lífinu, sem eiga að njóta frœðslunnar, þó veit ég ekki, hvort mér leyfist þetta, eða til þess sé í rauninni cetlazt af skólayfirvöldum. Sérstaklega vildi ég reyna þetta 1 gagnfrœðaskóla, þá eru nemendur þroskaðri og fœrari til að taka afstöðu. "Ég trúi þessu ekki, en þið ráðið hvort þiS trúið því" sjöfn: -— nú erum við farin að lœra Urn trúarbrögð mannkyns. Mér finnst svo margt vera í þeim, sem kristin trú hefir fengið að láni. Ég álít, að það verði að koma fram í kennslunni líka. Siðfrœðin, sem við lœrum er ekki eingöngu bundin við kristna trú, hún er líka til með öðrum trúarbrögðum. Gunnar: — Það er eins og menn geri sér ekki Ijóst, að kristin siðfrœði verði ekki skilin frá trúnni. Sumirviija eingöngu kenna siðfrœði, en láta trúna á Krist eiga sig. Það er ekki hœgt að kenna siðfrœði, sem ekki byggir á neinum sérstökum grund- velli. Hrefna: — Mér þykir nauðsynlegt, eins og áður hefir komið fram, að kenna börnum kristinfrœði eftir texta Bibllunnar, en í gagnfrœðaskóla œtti að reyna að gera nemendum Ijóst, að þeir þurfi að taka afstöðu til trúar- innar. Kennarar, sem segja: ,,Ég trúi þessu ekki, en þið ráðið, hvort þið trúið því," eiga ekki að kenna kristin- frœði. Þeir eiga að kenna eitthvað annað, því að svona tal eyðileggur. Sjöfn: — Já, mér finnst að valdir kennarar eigi að kenna kristinfrœði, þeir, sem trúa, annars rífa þeir niður — ósjálfrátt. Kolbrún: — Svo eru sumir svona mitt á milli, hálfvolgir og telja sig ekki sérlega trúaða, þeir fá e. t. v bekk til að kenna kristinfrœði, þá bíta þeir I það súra epli að þurfa að kenna þessi frœði, en láta ráðast hvernig tekst. Sr. Guðmundur Óli: — Það er auð- vitað, að kennari kemst oft I þá að- stöðu við fámennan skóla, að hann geti ekki komizt hjá því að kenna kristinfrœði, en mér skilst þá, að þið teljið œskilegt, að aðrir kenni ekki 19

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.