Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 22
kristinfrœði en þeir, sem hafa tilgang
trúarinnar fyrir sjónum?
Kolbrún: — Já, þetta er það mikið
tilfinningamál. Kristinfrœði er ekki
eins og landafrœði. Eins er það, ef í
einhverjum bekk er barn, sem ekki
er kristinnar trúar eða er ekki í þjóð-
kirkjusöfnuði, þá finnst mér, að tillit
skuli taka til þess, og það fái undan-
þágu.
Sr. Guðmundur Óli: — Það munu
líklega ekki vera til ákvœði, sem
skera úr um þetta, en það hefir þó
verið þannig, að mér skilst, að t. d.
rómversk-kaþólskir hafa fengið und-
anþágur, þar sem kennarar hafa ver-
ið lútherskir.
Sjöfn: — Þegar svo stendur á, að
einhver er annað hvort ekki kristinn
eða er í öðrum söfnuði, þá vœri e. t. v.
rétt að kenna í tveimur aðgreindum
tímum t. d. siðfrœði í öðrum, en
kristna trú í hinum. Siðfrœði, sem
komin er frá kristinni trú og öðrum
trúarbrögðum.
Kristindómsfrœðslan
er skírnarfrœðsla
— Þegar hér er komið bendir sr.
Guðmundur Óli á það, að það sé
skilningur presta, að skólarnir taki að
sér kristindómsfrœðsluna sem skirnar.
frœðslu fyrir kristna foreldra og í um-
boði kirkjunnar, þess vegna sé í raun-
inni ósamkvœmni í því að skylda
börn vantrúaðra foreldra, börn, sem
ekki hafa verið skírð, að sœkja þessa
kennslu.
— Undir þetta er tekið af öllum,
en Gunnar vekur athygli á því, að
þeir kunni þá að hafa eitthvað til
síns máls, sem vilji ekki hafa kristin-
dómsfrœðslu í skólum, heldur sjái
kirkjan sjálf um þessa frœðslu. En þá
er á það minnt, að skólarnir séu í upp-
hafi vega settir á stofn af kirkjunni.
Skólinn var reistur á kristnum grunni.
Prestarnir sáu lengi vel um það, að
börn og unglingar fengju kennslu í
nokkrum nauðsynlegum greinum
meðan ekki voru til skólar í þeirri
mynd, sem síðar varð og nú er. Krist-
in trúfrœðsla var fremst allra greina.
Með henni var lagður grunnur að
auðnu í lífsframgangi öllum, og það
reyndist svo. Því verður ekki á móti
mœlt með rökum. Þeir skólar, sem nú
eru við lýði, eru arftakar hins kristna
skóla. Sá skilningur hefir verið áber-
andi meðal margra skólamanna, að
skólinn skuli hafa kristið markmið.
Verði þetta sjónarmið látið vikja, er
landslýður í vanda staddur og kynni
að spyrja hvaða markmið honum sé
þá œtlað í starfi sínu og uppeldi.
Hins er ekki að dyjast, að hið kristna
markmið skóla verður fyrir árásum
t. d. marxiskrar mannúðarstefnu, sem
svo er nefnd, og i auknum mœli.
Meðan á þessum samrœðum stóð
hefir enn einn bœtzt í hópinn, Guð-
mundur Einarsson, aðstoðar-œsku-
lýðsful Itrúí, kennari að menntun.
Hann er fljótur að átta sig á umrœðu-
efninu og ber fram þá spurningu,
hvort við höfum ekki heyrt það, að
sumir ungir kennarar telji, að kristin-
dómurinn hafi forréttindi í skólum,
sem hann œtti ekki að hafa og hvort
okkur þyki þá, að kristindómi sé mik-
20