Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 29

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 29
skapurinn skipti mestu. Um það vill Sigurður ekki fullyrða, segist hins vegar sjálfur sízt hafa staðið sig bet- ur en aðrir kennarar við að kenna kristin frœði til prófs. Spurninguna um það, hvernig kenn- Qrar standi að vígi sem kristindóms- frœðarar, telur Sigurður tviþœtta: Annars vegar er þá þess að gœta, hvernig að þeim er búið, hvaða gögn þeir hafa í höndum. Hins vegar er svo spurningin um hœfni þeirra sjálfra og áhuga þeirra á greininni. Hann kysi að rœða hvort atriði sér- staklega. Að hans hyggju er brýnust þörfin á því að vinna að útgáfu góðs frœðsluefnis fyrir alla bekki vœntan- ^e9s grunnskóla, sem hljóta eiga kennslu í kristnum frœðum og kirkju- S°9U, og ber að byrja á því frá rót- Urn. Hann segir, að hingað til hafi svo hl eingöngu verið kenndar biblíusög- Ur, sem skráðar séu nœstum á biblíu- ^náli, og sé það að vísu góðra gjaida Vert, en nái þó alltof skammt, ef stefnt skuli að staðgóðri frœðslu. Séra Arngrímur telur, að kirkju- Sa9a sé ekki síður erfið viðureignar en biblíusögur, einkum þar, sem ^°ma þurfi henni fyrir i stuttu máli. Hœtta sé á, að hún verði þurr og Þmytandi, sé hún of ágripskennd. ^uk þess sé svo túlkun hennar mjög k°min undir skilningi ritarans og kennarans og geti það haft mikinn Vanda í för með sér. Stína: Vitanlega má eyðileggja allt. held, að það skipti fyrst og fremst rnQli, að kennarar hafi löngun til þess kenna þessar greinar. Ef kennarar ®ru neyddir til þess að kenna kristin- r®ði, þá hlýtur útkoman alltaf að verða eitthvað neikvœð. En vilji þeir gjarna kenna slíkt, þá held ég, að þeir geti gert mikið gott, jafnvel þótt þeir séu ekki trúaðir menn. Sr. Guðjón: Því er kannski þannig farið, að léleg tœki í höndum kenn- ara deyða einnig löngun hans til þess að kenna kristinn dóm? Góðir nemendur áhugasamir Sr. Arngrímur: Kennarar eiga við ó- trúlega mikla erfiðleika að etja í krist- infrœðikennslu, ekki sízt í gagnfrœða- skólum. Ég held af minni reynslu, að yfirleitt sé fremur mótstaða gegn greininni. Ekki svo að skilja, að sú mótstaða sé byggð á neinum rökum, heldur eta unglingar þar hver eftir öðrum. Ástráður: Finnst þér, að þú verðir meira var slíkrar andstöðu gegn kristnum frœðum en öðrum greinum? Mér virðist reynslan vera sú, að ekki verði almennt vart við lítilsvirðingu á kristnum frœðum hjá góðum nemend- um, sem hafa áhuga fyrir sínum skóla. En svo er aftur á móti fjöldinn allur af nemendum í skólunum, sem er þar mjög nauðugur og er þreyttur á öllum námsgreinum. Ég er þó alls ekki viss um, að það bitni meira á kristnum frœðum hjá þeim en öðrum greinum. Sr. Arngrímur: Þetta þykir mér gott að heyra, vegna þess að þú hefur samanburð, en ég engan. Reyndar var það svo, að í þeim bekkjardeild- um, sem taldar voru betri, varð ég varla var við erfiðleika. 27

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.