Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 34

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 34
ekki fara á milli mála, að ekki eru þessu gerð nœgilega góð skil. Sr. Arngrímur: Það er nú ekki einu sinni svo, að þetta séu 9 stundir, held- ur sýnist svo, að þœr séu einnig œtl- aðar til frœðslu í öðrum trúarbrögð- um. Þar er alveg nýtt atriði í skóla- kerfinu. Ég skil það ekki nógu vel, en œtlunin er líklega að gera menn þessu menntaðri. Hins vegar hef ég alltaf lagt þann skilning í kristin frœði, að þau vœru fyrst og fremst til þess að lifa á þeim, en ekki bara til þess að þekkja þau. Vegna grunsins um, að tíma til al- mennrar trúarbragðafrœðslu skuli taka af kristnum frœðum segir Sig- urður: Það er mjög líklegt, að þannig sé þetta hugsað. Ýmsir virðast hér afskaplega lystugir á allt, sem frá Svíþjóð kemur. Ég hef undir höndum sœnska bók, sem heitir „Kristendoms- kunnskap". Hún er œtluð sem lesbók handa 6. bekk grunnskóla, en þrátt fyrir nafnið er hún að meginhluta frœðsla um önnur trúarbrögð. Sr. Guðm. Þorst.: Mér finnst það varhugaverð stefna, að œtla gagn- frœðastiginu aðeins einn tíma og einkum þó, ef haft er i huga, að af honum kynni að verða klipið til þess að frœða um fleira en kristinn dóm. Ég held, að það vœri lágmark, að kristnum frœðum vœru œtlaðir þarna 2 timar eins og áður. Sigurður: Ég held, að leggja verði áherzlu á það, að öðrum trúarbrögð- um verði alls ekki blandað saman við kristindómsfrœðsluna. Stína: Ef þetta verða sœmilega fróð- ir menn , sem semja námskrá um þessi efni, þá held ég, að það hljóti að koma af sjálfu sér, að trúar- bragðafrœðslan falli undir samfélags- frœði. — Fullvíst þykir, að kristin frœði verði ekki talin með samfélagsfrœðum. Sr. Guðmundur Þorsteinsson varpar fram spurningu um, hvort aðrir fund- armenn séu sannfœrðir um, að það sé neikvœtt fyrir kristin frœði, að um þau sé fjallað með hliðsjón af öðrum trúarbrögðum, — segir, að sér hafi alla tíð fundist, að kristinn dómur hefði svo óteljandi margt fram yfir önnur trúarbrögð, að allur saman- burður yrði jákvœður fyrir hann. Sigurður: Ef ekki vœri um að rœða, að tekinn kynni að verða tími frá kristnum frœðum, þá vœri ég sarmo sinnis og sr. Guðmundur. Ég er ekkert hrœddur um, að kristinn dómur stand- ist ekki samanburð, ef kennarar halda sig að efninu og kenna án hlut- drœgni. Sr. Guðjón: Það er ástœða til að fagna því, að almenn trúarbragða- frœði séu kennd, ef það er ekki látið koma niður á kristnum frœðum. Um þetta virðast allir sammála, en Ástráður segist hrœddur um, að upp- talningin í 43. grein frumvarpsins se vottur tilhneigingar til þess að koma til móts við þá, sem vilja kristin frœði til hliðar, láta almenn trúarbrögð breiða yfir kristin frœði. Þegar talað sé um, að ekki eigi að kenna kristin frœði í skyldunámsskólum, þá sé við- kvœðið vanalega, að kenna eigi al- menn trúarbrögð og almenna sið- frœði. Hann telur eðlilegt að álykta, að hugsunin að baki slíku sé sú, að með þessum hœtti megi enn skerða kennslu í kristnum frœðum. 32

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.