Kirkjuritið - 01.04.1973, Qupperneq 41
SVEINBJÖRN S. BJARNASON, CAND. THEOL.:
Kristnihald
á Skotlandi
^egar rœtt er um kristnihald á Skot-
'andi, kemur fyrst í hug Öldungakirkj-
°n, sem hefur verið við lýði þar sem
Þióðkirkja i nœr fjögur hundruð ár.
Hvergi annars staðar hefur öldunga-
kirkjuskipulagið náð eins mikilli út-
breiðslu og veldi og þar. í þessari grein
verður því að mestu fjallað um Öld-
angakirkjuna og þó sérstaklega þjóð-
kirkjuna ,,The Church of Scotland".
Um leið verður reynt að varpa nokkru
■iósi á Reformertu kirkjuna í heild og
^elztu einkenni hennar. Til þess að
skilja kirkjuna í dag er nauðsynlegt að
9era sér grein fyrir sögulegum bak-
9runni hennar og sambandi hennar
við aðrar kirkjudeildir.
Saga
Eftir því sem bezt er vitað, var fyrsti
kristniboðinn í Skotlandi Bretinn St.
Ninian, sem byggði fyrstu steinkirkj.
una í Skotlandi Candida Casa árið
379. St. Ninian rak öflugt kristniboðs-
starf meðal Picta í Suður-Skotlandi.
Nœst fréttum við af St. Columba
(597), sem er þekktastur kristniboða
á Skotlandi, og barst orðstír hans
jafnvel út til íslands, þar sem ein
fyrsta kirkja á Islandi var kirkja heil-
ags Kolumkilla, reist af Örlygi
Hrappssyni á Esjubergi á Kjalarnesi.
St. Columba var skozkur að uppruna,
en hlaut menntun sína á írlandi, og
snéri síðan aftur og stofnaði klaustur
á eyjunni lona út af vesturströnd Skot-
lands, þar sem síðan var rekið öflugt
kristniboðsstarf. Keltneska kirkjan
eða kirkja St. Columba var við
lýði óháð Rómarkirkjunni fram á 11.
öld. Má telja víst að papar þeir, sem
komu hingað út, fyrir landnám norr-
cenna manna, hafi tilheyrt keltnesku
kirkjunni.
Á 11. öld nœr Rómarkirkjan undir-
tökunum, og var þá skozka kirkjan
undir erkibiskupinum í York. Árið
1175 var skozka kirkjan, Ecclesia Scot-
icana, viðurkennd sem sjálfstœð, án
afskipta enskra erkibiskupa. Þróun
39