Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 42

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 42
katólsku kirkjunnar í Skotlandi var hin sama og annars staðar í álfunni og jarðvegur siðabótarinnar því svip- aður. Fyrsti fyrirboði þess, sem í vœndum var, voru áhrif lœrisveina Wyclifs (ca. 1370), sem liðu píslar- vœtti á 15. öld. Fyrstu varanlegu áhrif siðabótar. innar bárust frá Lúther. Árið 1525 bannaði þingið innflutning ritverka Lúthers og lagði þunga refsingu við. Fyrsti lútherski píslarvotturinn, Patrick Hamilton var brenndur, 1528. Ham. ilton var lœrisveinn Lúthers og Mel- anchtons og hafði einnig verið við háskólann í Marburg. Píslardauði Hamiltons varð ekki til að gera út af við siðabótina, heldur efldist hún mik- ið. Á eftir fylgdu miklir óeirðatímar, þar sem blandaðist saman siðbótar- hreyfing og þjóðernisstefna. Merkastur skozku siðbótarmann- anna var John Knox 1513-1572. Sök- um siðabótarskoðana sinna ar hann sendur í útlegð og kynntist þá Calvin og skoðunum hans 1553. Upp frá því var John Knox eindreginn Calvin- isti og fyrir áhrif hans varð skozka kirkjan calvinisk og lúfhersk áhrif smá fjöruðu út. Knox sneri heim úr útlegð 1559 og segja má, að siðabót- inni Ijúki, eða fyrsta þœtti hennar 1560 , með Confessio Scotica. Játning þessi var samin af Knox og fimm öðrum prestum á fjórum dögum og var játning skozku kirkjunnar fram til 1647, eða þar til Westminsterjátning- in var samþykkt. Þó að fyrsta þœtti siðbótarinnar Ijúki 1560, þá hélt baráttan áfram á aðra öld, en nú voru deilurnar að mestu á milli Reformertra og Biskupa- kirkjumanna. Valt á ýmsu, stundum voru Biskupakirkjumenn ofan á, stundum Reformertir. Merkasti atburður þessa tímabils var þingið í Westminster, The Westm- inster Assembly, 1643-1649. Reform- ertir höfðu orðið ofan á í enska þing- inu og boðuðu því til kirkjuþingsins 1 Westminster til að vinna að siðbót kirkjunnar. Til þingsins var boðið 30 leikmönnum og 121 lcerðum. Skipt- ust þeir í fjóra hópa: Biskupakirkju- menn, Presbytera, sem voru lang fjöl- mennastir, óháðir og Erastianar. Bisk- upakirkjumenn sniðgengu þingið að mestu. Auk þessa var boðið til þingsins 5 lœrðum og 3 leikum frá Skotlandi. Höfðu þeir tillögurétf og málfrelsi, en ekki atkvœðisrétt. Þó fór svo, að skozku fulltrúarnir urðu ncer allsráð- andi á þinginu. Helzta verk þingsins var endur- skoðun 39 greinanna, sem endaði með því, að þingið samdi algjörlega nýja játningu, The Westminster Conf- ession. Þessi játning var samþykkt af kirkjuþingi skozku kirkjunnar 1547 og staðfest af þinginu 1649 og 1690. Auk þess gekk Westminster þingið frá katekisma hinum meiri og hinum minni, sem samþykktir voru af skozka kirkjuþinginu 1648 og eru þessi frœði grundvöllur trúfrœðslunn- ar enn í dag. Þá samdi þingið „Directory for the Publick Worship of God." Handbók fyrir opinbera guðþjónustu, sem var staðfest 1645 og er grundvöllur guðs- þjónustunnar í dag. „The Form of Presbyterian Church Government," Kirkjuskipan Öldungakirkjunnar, stað- 40

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.