Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 46
í forsœti á þinginu er „Moderator,"
tilsjónarmaður, sem kjörinn er til eins
árs í senn. Þar sem allir prestar kirkj-
unnar eru taldir jafnir að stöðu og
virðingu, er Moderator ekki talinn yf-
irmaður kirkjunnar, heldur „primus
inter pares," fremstur meðal jafningja.
Hlutverki hans lýkur raunverulega við
slit þingsins, en hann starfar þó allt
árið, kemur fram fyrir hönd kirkjunn-
ar og visiterar.
Kirkjuþingið hefur mikla sérstöðu
í Skotlandi. Segja má að þegar kirkju-
þing komi saman, þá komi alþingi
Skotlands saman. Þar koma fulltrúar
úr öllum stéttum og úr öllum lands-
hlutum, og þingið lœtur sér fátt óvið-
komandi. Hinsvegar er þingið orðið
svo fjölmennt, um 1200 fulltrúar, að
allt skipulag og fundarstörf eru mikl-
um erfiðleikum háð.
Guðsþjónustan í skozku kirkjunni er
mjög fábreytileg. Megináherzla er á
prédikun og bœnagjörð. Kirkjur eru
yfirleitt skrautlausar, prédikunarstóll
fyrir miðju í stað altaris. Þó hefur átt
sér stað líturgisk endurnýjun með
auknu samstarfi kirkjudeilda, sem
víða má sjá.
Keltneska kirkjan
Hér að framan hefur verið rœtt al-
mennt um skozku kirkjuna, en að lok-
um skal nokkuð rœtt um einn hluta
kirkjunnar, sem sker sig alveg úr og
er lítt kunnur, jafnvel innan Skotlands.
Hér er átt við kirkjuna í hálöndum og
eyjum Skotlands, þar sem keltneska
er ráðandi tungumál. Innan keltnesku
kirkjunnar hafa hefðir siðbótarinnar
og að nokkru eldri hefðir varðveizt
mun betur en á meginlandinu.
Guðsþjónustan fer fram á keltn-
esku, messuformið svipað og á meg-
inlandinu, en einfaldara, og það, sem
einkum greinir að, er að hér eru ein-
göngu sungnir Davíðssálmar. Hljóð-
fœri eru óþekkt og leiðir því forsöngv-
ari sönginn. Hefur hann sitt sœti fyrir
neðan prédikunarstólinn. Forsöngvar-
inn syngur línuna, og söfnuðurinn
endurtekur. Þetta sönglag var lög-
fest á Westminster þinginu og hefur
haldizt síðan. Tilgangurinn hefur ef-
laust verið að gera ólœsum kleyft að
syngja með. Lögin eru aftur á móti
sennilega mörg frá því fyrir siðbót,
jafnvel sum leifar frá keltnesku kirkj-
unni fornu. Á meginlandinu er setið
undir guðsþjónustunni, nema þegar
sungið er, en hér er aftur á móti setið
nema þegar bœnir eru fluttar.
í þessum héruðum skipta kirkju-
legar hátíðir litlu máli. Jól og páskar
eru eins og hver annar sunnudagur
víðast hvar, þó heldur fólk jóladag
hátíðlegan á heimilum sínum. Nýárið
skiptir Skota aftur á móti miklu máli-
( stað kirkjuhátíðanna og kirkjuárs-
ins kemur altarisgöngutíminn. Á meg-
inlandinu er altarissakramentið haft
mjög misoft um hönd, 2svar til 4 sinn-
um á ári, sumstaðar einu sinni í mán-
uði, sem nú er að verða algengt-
Flestir tilbiðjendur á meginlandinu
ganga til altaris. í keltnesku héruðun-
um er þessu mjög á annan veg farið.
Altarissakramenntið er haft um hönd
í hverri sókn einu sinni á ári, tvisvar
í stœrstu söfnuðum. Þeir, sem neyta
altarissakramentisins eru mjög fáirog
yfirleitt flestir mjög við aldur. Kirkju-
gestir eru aftur á móti mjög margir-
Þetta stafar ekki af áhugaleysi um
44