Kirkjuritið - 01.04.1973, Síða 47
sakramentið eða þekkingarleysi. í
þessum héruðum hefur ávallt verið
lögð mikil áherzla á ábyrgð þess, sem
neytir sakramentisins og varað mjög
við að neyta þess óverðugur. Reynt
hefur verið að berjast gegn þessu á
síðari árum, en lítið orðið ágengt.
Altarisgöngutíminn er raunveruleg
kirkjuhátíð, sem stendur í marga
öaga. Fólk kemur vlða að og er um
kyrrt yfir hátíðina. Altarisgöngutím-
inn er frá fimmtudegi til mánudags.
Á fimmtudegi eru haldnar guðs-
þjónustur í öllum kirkjum sóknarinnar
°9 til þess að unnt sé að anna því
°9 til að auka hátíðarblœinn koma
2-3 aðkomuprestar til aðstoðar.
Föstudagurinn er kallaður ,,Mens
day," „Karla dagur." Þá er guðsþjón-
usta í aðalkirkjunni. Einn af öldung-
unum velur texta óundirbúið. Þessi
texti er síðan lagður fyrir söfnuðinn
t'l umrœðu. Yfirleitt eru aðkomumenn,
sem taldir eru hafa eitthvað til mal-
anna að leggja, beðnir um að tala
Urn textann ásamt völdum heima-
rnönnum, allir eru að sjálfsögðu ó-
undirbúnir.
Á laugardegi eru síðan bœna-
stundir í öllum kirkjum, og síðan renn-
Ur sunnudagurinn upp. Þá er guðs-
þiónusta á hádegi með altarisgöngu.
^uðsþjónusta þessi er mjög löng, hátt
a þriðja tíma. Þeir, sem neyta vilja
sakramentisins, heimamenn með sín
altarisgöngukort, sitja sér á bekkjum
klœddum hvítum dúk. Öldungarnir
aðstoða við útdeilingu sakramentis-
ins. Um kvöldið er síðan þakkarguðs-
þjónusta í aðalkirkjunni og ! útkirkj-
Urn á mánudegi.
Heimilisguðrœkni er víðast hvar mjög
mikil í þessum héruðum. Borðbœnir
eru ávallt fluttar og kvöldbœnir fjöl-
skyldunnar, sem heimilisfaðirinn leið-
ir. Þá er yfirleitt lesinn kafli úr Ritn-
ingunni og Davíðssalmur sunginn eða
lesinn. Llf þessa fólks er mótað af
Ritningunni, og er það dýrmœt
reynsla að hafa haft tœkifœri til að
lifa meðal þess og taka þátt I trúar-
lífi þess.
Sveinbjörn S. Bjarnason.
HEIMILDASKRÁ
The Oxford Dictionary af the Christian Church,
London 1958.
Henderson G. D.,
Presbyterianism,
Aberdeen 1954.
The Claims of the Church of Scotland,
London 1951.
The Church of Scotland,
Edinborg 1969.
Nisbet J.
The Churches in Scotland to-day,
Glasgow 1950.
Burleigh J. H. S.
A Church History of Scotland,
London 1 960.
Molland Einar,
Konfesjonskunnskap.
The Church of Scotland,
útg. The Church of Scotland 1970.
Westminster Confession of Faith,
útg. The Free Presbyterian Church of Scotland
1970.
45