Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 56

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 56
kristnir eru saman og hjálpast að við að útskýra Guðs orð fyrir skóla- félögum sínum og reyna að benda á þá leið, sem Guð hefur gefið í Jesú Kristi. Nú, í gegnum þessi ýmsu samtök höfum við fengið gesti frá öðrum löndum, Svíþjóð, Noregi, Frakklandi og Bandaríkjunum og hef- ur þetta fólk starfað með okkur á margvíslegan hátt. Hópar eru mynd- aðir til að fara út í þorp og prédika og hafa fundi, og margir kristnir Ar- abar eru í svona hópum. Auk þess að vera með okkar venjulegu fundi för- um við í kirkju og heyrum predikað þar, og einu sinni hafði kirkjan ráð. stefnu upp á fjöllum, þar sem ekki er mjög þéttbýlt. Einn daginn fóru allir út í eitt þorpið til að tala við þorps. búa. Þannig er starfað á ýmsan hátt bœði innan og utan kirkju. Svo má bœta við, að við höfum samband við erlenda stúdenta, sem dvelja í Beirút yfir jólin. Við reynum að bjóða þeim inn á heimili og halda svo því sam- bandi áfram og rœða við þá um trú. mál." „Eru stúdentar mótsnúnir ykkur?" „Nokkrir eru það já, t. d. komm- únistar og hafa þeir eitthvað reynt að veita okkur andspyrnu í blöðunum, en það er mjög lítið. Við sjálf höfum til umráða ákveðið rúm i blaði há- skólastúdenta." „Hvernig er að vera kristin?" „Það er erfitt. Það er nokkuð erfitt heima, vegna þess að fólk heldur að það sé kristið. Það segist fara í kirkju og álítur, að það sé nóg. Svo þegar við erum að segja að fólk verði að eiga trú og ekki láta nœgja að fara í kirkju öðru hverju, þá heldur það, Elham G. Eid frá Libanon. að við séum hálf-vitlaus. Vinir okkar eru kannski að gera grín að okkur, og ég hugsa að þetta sé sama vanda- málið í öllum löndum. Fólk vill helzt ekki stíga síðasta sporið. Mig langar til að biðja kristið fólk á íslandi um að biðja fyrir okkur, að starfið meðal stúdenta verði meira samrœmt, að við gcetum myndað landssamtök, því það myndi auðvelda allt okkar starf og auka það. Svo vil ég bœta við, að það er gaman að vita af kristnu fólki á íslandi, okkar lönd eru langt frá hvort öðru, en eitt bindur okkur sam- an, trúin á Jesúm Krist." — Það eru orð að sönnu, því ekki var að sjá, að þessi hópur vœri svo ólíkur þrátt fyrir allt. Og víst er að allir höfðu gagn og hlutu hvatningu af dvölinni, og ágœtt er að vita til þess, að fleiri slík námskeið eru ráð- gerð í framtíðinni. 54

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.