Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 98
með tveimur ölturum, þar sem reyk-
inn af öðru leggur með jörðu, en af
hinu stígur hann beint upp. Nói og
syndaflóðið tóknast með örk. Örk-
in er stórt skip, sem að því er fró-
brugðið öðrum skipum, að ó þilfari
þess stendur hús, er meir líkist venju-
legum húsum en yfirbyggingu skips.
Abraham og ísak eru tóknaðir með
altari og við hlið þess liggur eldi-
viðarknippi og hnífur.
Jakob er tóknaður með sól og
fullu tungli. Tóknar það hann og konu
hans. Kringum þau eru 12 stjörnur,
sem tókna syni hans tólf. Fœðing
Móse er tóknuð með körfu í hóu sefi
og liggur barn í körfunni. Köllun hans
er táknuð með runna og standa þrír
eða fleiri logar út úr honum. Lögmál
Guðs er táknað með tveimur töflum
og algengast er að tala boðorðanna
10 standi á þeim í rómverskum tölum.
Tölum þessum er þannig skipað, að
á fyrri töflunni eru tölurnar 1-3, en á
síðari töflunni 4-10. Þessi skipan er
notuð hjá Gyðingum, Rómversku
kirkjunni og flestum kirkjum mótmcel-
enda, en Austurkirkjan hefur á fyrri
töflunni 4 boðorð og á hinni síðari 6.
Tákn Davíðs konungs er harpa,
bœði vegna þess, að hann var skáld
og einnig vegna hins, að hann lœkn-
aði Sál konung með hörpuslœtti og
söng. Harpan er einnig merki helgrar
Cecilíu, sem er verndardýrlingur
kirkjutónlistarinnar, en þá er hörpu-
stóllinn gjarnan konumynd. Auk þess
táknar harpan ýmist, fögnuð, söng
eða himneska lofgerð.
Allir spámennirnir hafa hver sitt
tákn og eru þau ýmist sótt í rit þeirra
eða í atriði úr œvi þeirra.
FJÖLSKYLDAN
OG
ÞJÓÐFÉLAGIÐ
Þjóðin öll er kölluð til ábyrgðar,
en kristin kirkja með sérstökum
hœtti. Erindið um Guð, sem
gerðist maður, skuldbindur
kirkjuna til þess að slá varð-
borg um hverja þá stofnun
mannlegs samfélags, sem stuðl-
ar að varðveizlu mennskunnar.
Þetta sama erindi flutti með sér
þá skilgreiningu á mennskunni,
að hún vœri ekki fólgin í því að
láta aðra þjóna sér, heldur i því
að þjóna öðrum, og jafnvel að
leggja líf sitt í sölurnar fyrir
aðra. Þetta fáheyrða erindi um
að reisn mannsins og styrkur
hans sé fólgin í kœrleiksríku til-
liti til annarra manna er án
nokkurs vafa sú undirstaða, sem
liggur til grundvallar farscelu
fjölskyldulífi.
Úr grein Dr. Björns Björnssonar
sjá bls. 11
96