Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 5

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 5
í GÁTTUM »Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið Ijós. Yfir þó, sem búa í landi nóttmyrkranna, skín Ijós." — (Jes. 9.) Land nóttmyrkranna, — hvar er það? Oss er tamast, íslendingum, °ð hugsa, rœða og syngja um land hinna björtu nótta. — Skyldi þó ekki mörgum landa hafa flogið í hug, fyrr og síðar, að orð spómanns- lns vceru sem töluð um þó litlu þjóð, sem byggir eyland í yztu höfum? ,,Því q5 hið þunga ok hennar, stafinn, sem reið að herðum hennar, brodd rekstrarmannsins, hefir þú í sundur brotið, eins og ó degi Mídí- °ns. Því að öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkj- Ur skulu brenndar og verða eldsmatur. Því að barn er oss fœtt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. —" Verður betur sögð saga af einrœnni þjóð, sem þóttist borin til mik- hlutskiptis, rataði í myrkur og ónauð, fann frelsið í Kristi og bókum, var hverri þjóð herskórri, hafnaði þó vopnum um síðir, þóttist af kon- Ungum komin, hataði þó og fyrirleit konunga a. m. k. ó við aðrar þjóðir, en jataðist einum konunqi heilshuqar í sönq oq sólmum: ,,Víst ertu, Jesú, kóngur klór." - Hér þarf ekki að segja af mönnum, sem leituðu griðlands um úfin °f, vígðir Kristi og vopnaðir bókum. Hér þarf ekki að segja fró kristni- fóku né hinum göfgasta bœ ó íslandi, ekki fró Jóni helga né Þorlóki, ekki Ara, Oddi né Guðbrandi, ekki síra Hallgrími né Jóni meistara. óg er að segja: Guð sé lof og þökk, — og Guð blessi ísland og íslenzka Pjóð. G. Ól. Ól. 3

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.