Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 28
KFUM í Hafnarfirði, með 16 piltum,
sem óttu að fermast um vorið, og
bauð mér að koma og líta ó þó. Þeir
hefðu fundi ó þriðjudögum. Ég fór
svo þangað og hafði mjög ánœgju-
legt kvöld heima hjá séra Þorsteini, á
Brekkugötu 7, og komu drengirnir
þangað. Frú Valgerður Briem stóð fyr-
ir beina og söng og lék á píanó fyrir
drengina, og við séra Þorsteinn sögð-
um þeim frá ýmsu viðvíkjandi félags-
skapnum." —
Það mun hafa verið 1. febrúar
1911, sem séra Þorsteinn stofnaði fé-
lagið. —
Nú vill svo til, að ég fékk á síðasta
hausti, — að mig minnir, — sendingu
héðan úr Hafnarfirði. Það var Jóel
Ingvarsson, sem sendi, og meðal ann-
ars var þar Ijósrit handritaðrar fund-
argerðarbókar frá vetrinum 1911 til
1912 og fyrri hluta vetrar 1912—13.
Höndin er séra Friðriks. — Langar mig
nú að vitna nokkuð til þeirrar bókar,
því að hún er fágœt heimild. Enn
verð ég þó að hafa þann formála, að
séra Þorsteinn fór alfarinn úr Hafnar-
firði sumarið 1911. Stóð því félagið
unga uppi forsjárlaust og hlaut að
deyja. í Hafnarfirði var þá enginn, er
gœti tekið við forystu þess, og varð
þvi séra Friðrik ,,að hlaupa undir
bagga með því", eins og hann sjálfur
segir. —
Fyrsta fundargerS
Ég les fundargerð fyrsta fundar orð-
rétta: —
„Annan október 1911 var haldinn
fundur í KFUM í Hafnarfirði — kl. 8
síðd. Friðrik Friðriksson stýrði fundi og
voru á honum 28 piltar. Félag þetta
stofnsetti séra Þorsteinn Briem með
16 fermingardrengjum sínum. Mœttu
af þeim 8 og 20 nýir. Eftir að séra
Þorsteinn var farinn, tók séra Fr. Fr.
við stjórn félagsins, og er þetta fyrsti
fundur, sem haldinn er á þessu starfs-
ári. Fundurinn var haldinn í Brekku-
götu 7, er hinn nýi framkvœmdastjóri
hefur leigt handa félaginu í vetur.
Það er sama húsið og séra Þorsteinn
bjó 1 sjálfur. — Fr. Fr. talaði út frá
1. Kor. 16, 13—14. Sungið var í
Söngljóðunum. Tveir piltar úr Reykja-
vík voru á fundi."
„HeimleiS 76 mín."
Nú verður að stikla á stóru, þótt nœg
skemmtun vœri að lesa upp úr þess-
ari góðu bók. — Fundir eru haldnir
af stakri reglusemi á hverjum mánu-
degi allan veturinn. — Önnur fundar-
gerðin er ein sú stytzta. Þar eru fund-
armenn úr Hafnarfirði taldir tveim
fleiri en á fyrsta fundi, og undir fund-
argerðinni stendur smáletruð athuga-
semd: „Heimleið 76 mín." Það rnun
vera svo að skilja, að gangan miH'
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur hafi tek-
ið þennan tíma. — Unndir fundargerð
þriðja fundar stendur: „Heimleið 1
hvassviðri 90 mín."
Ekki líður á löngu unz fundarsókn-
in tekur að vaxa. Þegar á fjórða fundi
eru 54, — allir úr Hafnarfirði nema 4.
— Þar les séra Friðrik upp kvœðin
um Kafarann og Svein dúfu, — sern,
hann hafði mestu mœtur á, frá þvl
hann sat sjálfur yfir ám norður í Rsfo-
sveit. — Þar nœst talar séra Bjarm
Jónsson, dómkirkjuprestur úr ReykjC'
26