Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 31
ÓLAFUR HAUKUR ÁRNASON:
„Sá
neistinn
smár.. .„
Góðtemplarareglan
° íslandi 90 ára
10. jan. 1974.
Níundi áratugur 19. aldar var þ|óð
vorri á flestan veg erfiður. Fyrstu ár
hans voru einhver mestu harðindaár
aldarinnar. Árið 1882 var til að
mynda tœpast um nokkurt sumar að
rœða fyrir norðan land, hafþök frá
Djúpi norður og austur um land og
stórhriðar öðru hverju allt sumarið.
Fjárfellir og sultur fylgdu í kjölfarið,
og þar við bœttist mannskœð misl-
ingasótt. Fjöldi fólks hafði flutzt bú-
ferlum vestur um haf á áttunda tug
aldarinnar, og enn fœrðist landflótt-
inn í aukana. Sumarið 1883 fluttust
um 1200 manns til Vesturheims. Is-
lendingar voru þá um 70 þúsundir.
Einungis einn kaupstaður, Reykjavík,
taldi yfir 1000 íbúa. í höfuðstað Norð-
urlands áttu innan við 600 sálir ból-
festu.
Á þessum dimma áratug, þegar
margur sér ekki önnur úrrœði en flótt-
ann til Gósenlandanna í vestri, kvikn-
ar þó Ijós það, sem á eftir að brenna
hvað skœrustum loga, það sem eftir
lifir aldarinnar. Norður hingað barst
þessi eldur í brjóstum tveggja manna,
Norðmanns, sem fluttist til Akureyr-
ar, og ungs íslendings, sem alizt hafði
upp á Skotlandi, en flutzt með fóstur-
foreldrum sínum norður í Eyjafjörð,
þegar gagnfrœðaskóli var stofnaður
á Möðruvöllum 1880. Sá norski hét
Ole Lied, skósmiður að iðn; íslenzki
pilturinn var Ásgeir Sigurðsson, slðar
þekktur kaupsýslumaður í Reykjavík.
Það gerðist í skammdeginu 1884,
hinn 10. dag janúarmánaðar, að tólf
menn söfnuðust saman í húsi Frið-
bjarnar bóksala Steinssonar í Fjörunni
á Akureyri. Friðbjörn var áhugasamur
bindindismaður og vel metinn borg-
29