Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 52

Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 52
Guðs ríki, fyrir starf þeirra, sem gefa líf sitf til þeirrar þjónustu. Við verðum einnig vör við að spennan vex, Mann- kynið hefir aldrei áður kynnzt ofsókn- um í sama mœli. Þannig er ástandið í reynd. Fáir kristnir menn gera sér grein fyrir því, að fleiri hafa dáið fyrir trú sína á Jesúm Krist á síðustu 70 árum, heldur en allar aldir þar á und- an. Ofsóknir fara vaxandi. Við feng- um bréf fyrir skömmu frá Afganistan með lista yfir nöfn kristinna manna þar í landi, sem voru líflátnir fyrir að hafa tekið trú á Krist. í mörgum lönd- um, þar sem Islam, múhameðstrú rœð- ur, er atburðarásin þannig: þú verður kristinn, það kemst upp, og þú ert tek- inn af lífi. Ofsóknir fara vaxandi í Sovétríkjunum og víða annars staðar í heiminum. Ef við leggjum ekki allt í sölurnar fyrir kristniboðið og þjónust- una í Guðs ríki, þá getur orðið nauð- synlegt fyrir Guð að senda ofsóknirn- ar einnig yfir Vesfurlönd, til þess að kirkjan megi hreinsast fyrir þœr, og þegar það verður, þá mun kirkjan boða fagnaðarerindið. Það hafa aldr- ei verið fleiri kristnir í Sovétríkjunum en í dag, þrátt fyrir ofsóknir, þrátt fyr- ir alla þá, sem hafa verið drepnir fyrir trú sína og fangelsaðir. Án alls efa lifum við nú hina síðustu tíma, og þá er hið eina nauðsynlega að vera við- búinn og vera fús að gefa líf sitt Guði á vald, svo að hann fái notað það, eins og hann vill. Eftir þetta svar þitt finnst mér ég verða að spyrja þig í lokin: Hvað er þá brýn- ast fyrir kristna menn á okkar tímum að gera? Það, sem er mest aðkallandi, er að fá olíu í lampa okkar. Það er að koma afstöðu okkar til Guðs í eðlilegt horf, og skilja, að það að vera kristinn er að þekkja Guð persónulega. Lœra að ÞEKKJA hann, eins og við lcerum að elska hann. Þá byrjum við að halda boðorð hans og þá verðum við hlýð- in. Þegar hlýðnin kemur fram í líf' okkar, þá verðum við lœrisveinar, þv' að það, sem gerir okkur að lœrisvein- um er hlýðnin við vilja Guðs. Þegar við höfum lœrt að elska og hIýða Guði, gjörumst við verkfœri, sem hann fœr notað. Þetta er mikilvœgast í dag: að við séum þar, sem Guð vill að við séum, og einmitt í persónulegu samfe- lagi við hann. Þetta hefur í för með sér, að við verðum að gera upp a!!a meðvitaða synd. Við verðum að kalla það synd, sem Biblían kallar synd- Guð les á hjörtu okkar. Framgöngarn í hreinleika, í Ijósinu, í sannleikanum, og þá munum við einnig koma ölla 1 lag gagnvart náunga okkar og snua frá allri beiskju og baktali og a[Jr' þeirri synd, sem einkennir samfélög kristinna manna. Við verðum þesS vegna að nota mikinn tíma með Guði, svo að við í reynd eignumst raunveru legt kœrleikssamfélag við hann, og þa mun hlýðnin koma, sem eðlileg a leiðing og síðan munum við öll segia- „Drottinn, hér er ég, sendu mig“! Friðrik Schram. 50

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.