Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 62

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 62
háft hinn drengilegasti. Spyr hann mig, hvort ég sé ekki sá eða sá og œtlar að heilsa mér. Hafði hann sýni- lega villzt á mönnum. En þar með vorum við kunnugir orðnir. Hann hét Ekberg og var prestur í Lillehammer. Kvaðst hann hafa þrjú sœti laus í vagni sínum, þágum við hjónin far með honum ásamt kornungri stúlku, norskri, sem reyndist vera guðfrœð- ingur að mennt og erindreki KFUK í Ósló. Kynni þau, er þar var til stofn- að, í þeim vagni, urðu okkur hjónum nœsta giftudrjúg, svo sem síðar mun frá sagt. Þau síra Arngrímur og Guð- rún, frú hans, kusu hins vegar að hinkra eftir öðrum farkosti. Komust þau seint og ekki vandrœðalaust á leiðarenda. Tveir biskupar kenna Að loknum kvöldverði, sem raunar kunni með nokkrum hœtti að virðast í œtt við þá hina góðu veizlu Klœngs biskups forðum, hófust samkomur. Voru þœr haldnar I sal miklum á Rau- landi. Var þar flest með ágœtum og meira að segja snotrasta sundlaug til að gutla í. Það eitt skorti á, að ekki sáu allir jafn vel til rœðumanna og sumir heyrðu miður en skyldi, eink- um þeir, sem brest höfðu á heyrn sinni. Munu samkomugestir hafa verið hátt á fjórða hundrað að jafnaði. Á fyrstu samkomu voru fluttar kveðjur, ýmsar, en síðan flutti Olav Hagesœth- er biskup erindi það, sem birt var í síðasta hefti Kirkjurits 1973. Það skal játað, að nokkuð hafði sögumaður kviðið erindaflutningi á 60 fundum þessum. Það vill oft verða á prestafundum eins og víðar, að orð fljúga hátt, en hjartað situr við jörð, og allt reynist hégómi, eins og vindur- inn, sem „gengur til suðurs og snýr sér til norðurs. Hann snýr sér og snýr sér og fer aftur að hringsnúast á nýj- an leik.." — Olav Hagesœther er mjög geðfelldur og stilltur maður, hávax- inn, norrœnn í fasi, nokkuð orðinn hœruskotinn. Mál sitt flutti hann hóg- vœrlega og byggði á traustum grunni Ritningarinnar, svo að uppbyggilecþ varð á að hlýða. Að morgni nœsta dags flutti bisk- upinn í Gautaborg, Bertil Gartner, er- indi um „friðþœginguna að ofan. Birtist útdráttur þess með erindi Olavs Hagesœther í slðasta hefti Kirkjurits á liðnu ári, og skal því ekki lýsa. Bertil Gártner er maður kvikur á fœti, grann- ur og tœpur meðalmaður á vöxt, gra' hœrður, en ekki mjög roskinn. Er hann talinn lœrður maður í bezta lagi °9 verðugur arftaki eftir Bo Giertz, fyrrum Gautaborgarbiskup, þann nafntogaða orðlistarmann. Stríðið í gljúfrinu Dagurinn varð nœsta viðburðaríkur að öðru leyti. Strax að loknu erindi bisk- upsins komu tveir íslandsvinir, ágcetih — þeir síra Sverre Magelsen, forma' ur Landsambands KFUM í Noregi, og margnefndur dr. Bjarne Hareide, sem nú er orðinn prófastur í Sarpsborg, ásamt konum sínum og buðu okkur, íslendingunum öllum, í ökuferð urn sveitina. Var þar sjón sögu ríkari, ekki spillti, að síra Sverre Magelsen

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.