Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 76

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 76
í þetta eina ór, sem þau dvelja á íslandi, jafnt þótt þau dvelji síðar lengur eða skemur á öðrum stöðum, í skólum, við alm. vinnu s. s. fiskvinnslu eða landbúnaðarstörf. Þess er krafizt, að þau vinni einhvern tíma við félags- lega hjálp, s. s. á elliheimilum, með vangefnum börnum, hjá félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar eða annars staðar o. s. frv. Með þeim eru haldnar ráðstefnur og við þau höfð persónuleg tengsl allt árið. 5) Æskulýðsfélaganefnd. Nefnd þeirri er œtlað að fjalla um mál œsku- lýðsfélaga kirkjunnar. Víða eru í söfn- uðum œskulýðsfélög, sem gangast fyrir sérstökum fundum til frœðslu og skemmtunar. Hinu er svo ekki að leyna, að ýmsir, þ. á. m. prestar eru ekki fúsir til að stofna œskulýðsfélög og til þess liggja góð rök og gild. Kirkjan er félag, söfnuður er félag, og það er viss hœtta á ferðum, þegar félag er stofnað innan félags. Þessi hœtta virðist þó ekki ógna œskulýðs- félögum, sem ég þekki til, og yfirleitt starfa œskulýðsfélögin með miklum blóma. En hvort heldur œskulýðsstarf- ið er í sérstöku félagsformi eða ekki, þá reynum við að hjálpa til, m. a. með heimsóknum, útvegun á frœðslu- og skemmtiefni, foringjanámskeiðum o. s. frv. í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að minnast á eitt atriði, sem er grundvallandi í barna- og ungl- ingastarfi kirkjunnar. Ég á hér við kynslóðaskiptin og þá ógn, sem steðj- ar að fjölskyldum velferðarríkjanna vegna breyttra þjóðfélagshátta. Æsku- lýðsstarf verður að vera sér meðvit- andi um þessar hœttur og sí og œ leit- ast við að sameina kynslóðirnar og vinna að einingu fjölskyldunnar. Ég bendi á, að fyrirhugað er, að starf sumarbúðabarnanna ! söfnuðum sín- um sé ! samvinnu og með foreldrum barnanna; kvöldvökur, þar sem börn- in eru með foreldrum sinum. Ég vil líka benda á, að samkomur eða kaffi- kvöld œskulýðsfélaganna með foreldr- um og fjölskyldumeðlimum sínum œttu að vera sem oftast. Hér eru að- eins nefnd tvö dœmi af mörgum, en m. a. þannig er og á œskulýðsstarf kirkjunnar að vera einingarafl ungt'c1 og gamalla, barna og foreldra, ein- staklinga og fjölskyldna. Ég hefi nú í stuttu máli rakið störf skrifstofu œskulýðsfulltrúa þjóðkirkj- unnar út frá starfsskiptingu undir- nefnda œskulýðsnefndar, og vil nU að lokum nefna nokkur þeirra verk- efna, er við vinnum að. Er þá fyrst til að taka œskulýðs- og fórnarvik- una. Æskulýðsdagur hefur á undan- förnum árum verið fastur liður í œsku- lýðsstarfi kirkjunnar. Æskulýðsfulltrú' velur ákveðna yfirskrift dagsins, geng- ur frá upplýsingum, gefur út blað/ frœðsluefni, messuskrá o. fl., og sen ir þetta sóknarprestum. Nú í ár var( œskulýðsdagurinn að einni viku. Se vika var jafnframt fórnarvika til sörfn unar fjár til þurrkasvœðanna í S.Eþ1 ópíu. Framkvœmd þessarar viku var að sjálfsögðu fyrst og fremst i hönd- um sóknarpresta, en vikan var skipu lögð af Æskulýðsstarfinu, Hjálpar stofnuninni og með aðstoð Kristm boðssambandsins. Vikan stóð ra sunnudeginum 3. marz til sunnudags ins 10. marz, Auk hinnar vanalegu upplýsinga- og prentunarþjónustu 74

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.