Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 82
ÞÁTTUR UM GUÐFRÆÐI
ARTICULI CHRISTIANAE DOCTRINAE
Friðþæing og þjóðfélagsgagnrýni
einkum með tilliti til hinnar marxisku þjóðfélagsgagnrýni
eftir Tor Aukrust dócent.
Enn er spurt, hvort kirkjcm eigi að
ástunda þjóðfélagsgagnrýni. Forsenda
slíkra spurninga er hins vegar röng.
Þar virðist gjört ráð fyrir því, að kirkj-
an standi frammi fyrir vali: Það að
ástunda þjóðfélagsgagnrýni og sam-
félagsráðgjöf sé eitthvað, sem kirkj-
an geti gjört eða látið ógjört.
Hér á kirkjan í raun og veru engan
valkost, a. m. k. ekki þjóðkirkjur Vest-
urlanda. Kirkjan getur ekki takmarkað
sig við að tala um hið eina nauðsyn-
lega, jafnvel þótt hún sjálf kynni að
óska þess. Hvort sem kirkjan talar eða
þegir um þjóðfélagslegar spurningar,
þá er afstaða hennar túlkuð stjórn-
málalega.
Um hitt getur kirkjan valið, hvort
þessi þjóðfélagsgagnrýni og þjóðfé-
lagsráðgjöf hennar er stunduð meðvit-
að sem köllunarstarf, sem hún viður-
kennir opinberlega, eða hvort hun
stundar hana óbeint horfandi til him-
ins.
Við finnum dœmi þessa hvors
tveggja í kirkjum okkar tíma, þar sem
annars vegar er um að rœða hina
innilokuðu ,,ghetto"-kirkju og hins
vegar veraldlegu (sekulœr) kirkjuna-
,,Ghetto"-kirkjan hefur í rauninni
alls ekki getað orðað hinn þjóðfélag5
lega boðskap kristindómsins gagn
vart heiminum. Hún hefur að v,sU
ástundað þjóðfélagslega gagnrýni og
jákvœða ráðgjöf, á sumum sviðurrM
mjög ríkum mœli. En þar hefur a
mestu leyti verið um að rœða ákve m
þröng svið siðfrœðinnar. Það er a
segja: Kirkjan hefur takmarkað 9^9^
rýni sína við ákveðin svið, ein
þau, sem snerta siðferði einstaklinð5
ins, og þá fyrst og fremst við Vn
80