Kirkjuritið - 01.04.1974, Page 86
fil Guðs. í öðru lagi: í trúarbrögðun-
um flýr maðurinn frá jörðinni upp í
himininn. í trúarbrögðunum svíkur
maðurinn þannig jörðina og samfé-
lagið. Og í þriðja lagi: Trúarbrögðin
eru ópíum fyrir fólkið.
Ég œtla að mestu leyti að halda
mig við seinustu greinina, sem með
réttu hefur verið talin hin marxiska
trúarbragðagagnrýni I hnotskurn. Hún
er stórkostlega snjöll í lýðskrumsleg-
um einfaldleik sínum. Þetta kjörorð
er ekki fundið upp af Marx sjálfum.
Bruno Brauer notaði það 1841, senni.
lega fyrir áhrif frá hinu svonefnda
ópíumstríði milli Englands og Kína
1839—42. En það er Marx, sem hefur
aflað þessari guðlausu ópíumkenn-
ingu frœgðar og gjört hana svo áhrifa-
ríka. í riti frá 1844 dregur hann gagn-
rýni slna saman I eftirfarandi orðum:
„Trúarbrögðin eru óplum fyrir fólkið."
Okkar kynslóð œtti auðveldlega að
geta skilið, hvað Marx átti við með
ópíumkenningu sinni. Við eigum
nefnilega I mesta eiturlyfjastríði sög-
unnar. En Marx hefði sennilega áfram
álitið trúarbrögðin hœttulegust allra
eiturlyfja. í trúarbrögðunum sem ópí-
um flýja mennirnir frá því, sem Marx
með trúarlegri tilvitnun kallaði eymda-
dal inn í falska scelu. í stað þess að
leysa hin raunverulegu vandamál,
grípa menn til sýndarlausnar með þvl
að neita eiturlyfsins, sem heitir trúar-
brögð.
Marx lagði sérstaka áherzlu á, að
trúarbrögðin lami samfélagsgagnrýn-
ina. Deyft af vímu trúarbragðanna
virðist samfélagið vera viðunanlegt,
bœði í augum hinna kúguðu og kúg.
aranna. Þess vegna verður að telja
hina marxisku trúarbragðagagnrýni
fyrst og fremst vera þjóðfélagsgagn-
rýni.
Marx nefnir trúarbrögðin ópíum.
En það er alveg augljóst, að hann á
fyrst og fremst við kristindóminn. Það
er í sjálfu sér ekki undarlegt, að kirkja
19. aldar, hafi ekki megnað að taka
þessa ópíumkenningu alvarlega.
Mynd sú, sem Marx dró upp af tru-
arbrögðunum, var óneitanlega gróf
skrlpamynd af kristindómnum. Krist-
indómurinn hvetur ekki til falsks og
deyfandi flótta til himins. Það er bein-
línis eftirtektarvert, hve sterklega boð-
skapur Bibllunnar beinir sjónum
mannsins og skyldum til jarðarinnar.
Fyrsta skipun Guðs til mannsins snert-
ir einmitt jörðina: Gjörið ykkur jörðina
undirgefna. Sama skylda gagnvart
jörðunni er einnig fólgin í boðorðinu
um náungakœrleika. Sá náungi, sem
okkur án undanfekningar er skylt að
elska, er ekki einhvers staðar uppi 1
fjarlœgum himni, heldur á jörðinni og
hvergi annars staðar. Jesús Kristur er
einnig á jörðu. Hann mœtir okkur 1
meðbrœðrum okkar og 1 orði sínu her
og nú. Sá maður, sem snýr baki vl
jörðunni sem eymdadal og leitar Krists
handan jarðarinnar, handan orðsins
og náungans, getur ekki fundið Krist.
Við þann mann, sem leitar himinins
utan jarðarinnar, hlýtur Kristur
að
segja: Ég þekki yður ekki. Farið fra
mér þér, sem fremjið lögmálsbrot.
Nútíma marxistar, þeir, sem búa y
verulegri þekkingu á Biblíunni, ha
einnig séð, að ópíumkenningin hitti
ekki kristindóminn. Þetta hefur m. a-
komið skýrt fram i þeim umrœðum,
sem undanfarin 10 ár hafa farið f|01
84