Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 88
um Guð — og hugmyndir um mann.
inn sjálfan. Barth telur þannig trúar-
brögðin sem hreint mannlegt (antro-
pologiskt) fyrirbrigði, á sama hátt og
Marx og Feuerbach. Trúarbrögðin
sýna ótta mannsins og óskir, langanir
og eigingirni. Þess vegna hefur hug-
takið „trúarbrögð" hjá Barth yfirgncef-
andi neikvœða merkingu. í trúar-
brögðunum dýrkar maðurinn sjálfan
sig, en jafnframt blekkir hann sig með
því að trúa, að hann dýrki Guð í
trúarbrögðunum og hafi þannig allt
sitt á þurru hjá Guði. Þess vegna held-
ur Barth því fram, að kristindómurinn
sem Guðs orð sé ekki trúarbrögð. Hins
vegar getur hin sögulega kirkja í préd-
ikun sinni mengast mjög af trúar.
brögðunum.
Hin marxiska trúarbragðagagnrýni
fœr þannig furðulega staðfestingu
hjá Karli Barth. Þeim hefur báðum
skilizt, að trúarbrögðin geta orðið nei-
kvœð. Við finnum sams konar stað-
festingu á þessu hjá ýmsum siðbótar-
frömuðum í kirkjunni. En sú staðreynd
er mikilvœgust alls, að Biblían sjálf
varar kirkjuna við eituráhrifum trúar-
bragðanna. Hinar geysilegu árásir
Jesú á faríseana eru í rauninni róttœk
trúarbragðagagnrýni. Farísearnir eru
merkisberar trúarbragðanna. Þeir eru
sérfrœðingar í guðsdýrkun og guðs-
hlýðni. En Jesús afhjúpar trúarbrögð
þeirra og siðvendni sem stórkostlega
sjálfsblekkingu. Árásir Jesú á faríse-
ismann er hins vegar einnig þjóðfé-
lagsgagnrýni. Með biturri hryggð af.
hjúpar hann óréttlœtið, misnotkunina
og skortinn á samábyrgð í (teokrat-
isku) þjóðfélagi Guðveldisins, sem er
grundvallað á trúarbrögðum faríse-
anna. Hin volduga þrumurœða Jesú
gefur ekki eftir Kommúnistaávarpinu
hvað þjóðfélagsdeilur snertir.
Hjá dómsspámönnum kemur þessi
trúarbragða- og þjóðfélagsgagnrýni
jafn skýrt fram. Það vantaði ekki trú-
arbrögð og guðsdýrkun hjá hinni út-
völdu þjóð, sem Jesaja fór til með
orðið frá Guði. En Jesaja neyddist til
þess að segja fyrir munn Guðs, að
hann hataði trúarbrögð þjóðar sinnar.
Mig klígjar við fórnarþjónustu þeirra
og guðsdýrkun. Ég þoli það ekki leng-
ur. Nú heimta ég allt annað en trúar-
brögð af þjóð minni. Ég krefst réttlœtis
í þjóðfélaginu.
Frá þessu sjónarhorni er hin mart'-
iska gagnrýni hin sama og gagnrým
Biblíunnar sjálfrar. Við verðum að
horfast í augu við, að Guð getur einn-
ig flutt kirkju sinni dómsorð fyrir
munn guðleysisins. Þegar kirkjan sjálf
þegir, getur Guð jafnvel látið steinana
tala. Guð hefur notað vantrúaðan
kirkjuhatara eins og Karl Marx
til
þess að vekja kirkjuna í iðnaðarþjóð-
félagi nútímans. Mengun iðnaðar
þjóðfélagsins er ef til vill langhcettu
legust, þegar hún kemur frá truar-
brögðunum í nafni kirkju og kristm
dóms.
Guð virðist ekki alltaf hafa jafn
mikinn áhuga á trúarbrögðum okkar
og kristilegheitum og okkur hœttir n
þess að halda. Verið getur, að Gu
verði að segja við kirkju sína hið sanm
og hann sagði við sína útvöldu þi°^
fyrir munn Jesaja: Mig klígjor vl
deyfandi guðsþjónustu ykkar og frorn
leika. Gefið mér eitthvað annað
gefið mér réttlœti á jörðunni. ^
Fyrir munn Jesaja og Jesó s,a