Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 90

Kirkjuritið - 01.04.1974, Side 90
Hvað er þá að þjóðfélagi okkar? Hver er meginágalli þess? Við sjáum auðveldlega órétflœtið í hinum svonefndu þróunarlöndum. Þau eru stödd á stigi stéttabaráttu, sem við höfum löngu lagt að baki. Ástand- ið í velferðarríkjum okkar er annað. Þar er óréttlœtið dulbúið — en við vitum, að það er fyrir hendi. Það er tœplega hlutverk kirkjunnar að skrifa ,,Das Kapital" okkar tíma. En kirkjan ber sína sérstöku þjóðfélagsgagnrýnu ábyrgð á því að afhjúpa mengunina, sem síast inn frá trúarbrögðum og hugmyndafrœði og getur hindrað okk- ur í að sjá hið raunverulega ástand. Við megum ekki endurtaka mistök kirkju 19. aldarinnar. Þá skildi kirkjan alls ekki ástandið, skrifar Paul Tillich. Hvað þá með kirkju okkar og hið þjóðfélagslega ástand okkar? Við getum ekki lokað augunum fyrir þeim möguleika, að eftirkomendur okkar felli jafnharðan dóm yfir þeirri kirkju, sem við berum mannlega ábyrgð á. Slíkur dómur hittir þá ekki aðeins þjóðfélagslega blindu okkar eða af- skiptaleysi. Hann verður fyrst og fremst dómur yfir skilningsskorti kirkj- unnar og misheppnaðri boðun á dýpf Guðs orðs. Erindi flutt á norrœnum prestafundi 1973. Jónas Gíslason þýddi. 88

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.