Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 44

Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 44
viðkomandi fœrari um að rœða kafl- ann og bera fram þau svör, sem hann hefur, og vita hvort aðrir í hópnum hafa komizt að sömu niðurstöðu. Þetta er í stórum dráffum sú aðferð, sem mikið er notuð, enda er hún mjög lœrdómsrík, ótal margt kemur fram í þannig hópumrœðum. Á hinn bóginn getur líka allt fyrirtcekið verið slœmt. Hóparnir mega alls ekki vera of stórir, þá eru oft aðeins 2-—3, sem tala og við það verður hópurinn ó- samstœður og fráhrindandi. Þessir sömu málglöðu geta og haft þann galla, að rœða of háfleygt um efnið, þannig að aðra fýsir lítt til þátttöku. Þessu verður leiðtoginn að reyna að afstýra en slíkt verður alltaf erfiðara viðureignar í 10—12 manna hópi. Hér á landi er lítið um svona Biblíu- leshópa, en verðugt vœri að prestar sœju sér fœrt að koma þess konar starfsemi í gang. Þeir þurfa að sjálf- sögðu aðstoð, ekki geta þeir endalaust bœtt á sig verkefnum. Hœgt vœri að hefja þetta með því að auglýsa les- hópa, 6—8 í hverjum, og gera stutta grein fyrir tilhögun og nefna jafnframt þau rit eða hluta, sem til greina kœmi að lesa. í byrjun er ráðlagt að stefna að fáum samverum, 4—5, en ekki œtla of langa dagskrá til reynslu. Ef hópurinn er sammála um að vel hafi tekist, er haldið áfram og þá ráðist i stœrri skammt í einu. Það vœri vissulega fróðlegt ef þetta yrði reynt hér í kirkjum, hœfilegt vcen e. t. v. að byrja með einn til tvo hópa- Hugmyndinni er varpað hér fram e[ einhverjir skyldu hafa áhuga á að athuga málið. 234

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.