Kirkjuritið - 01.09.1974, Side 66
tjáningarform innan veggja sinna.
Allt hefur það nú, að meira eða minna
leyti, kvatt kirkjuna, leiklistin fór út
á götuna og varð upphafið að leik-
húsum nútímans, myndlistin, danslist-
in og að miklu leyti tónlistin hafa
sömuleiðis farið sína leið. Eftir er hið
talaða og sungna orð með sína tak-
mörkuðu getu til boðunar og tjáning-
ar. Endurnýjun prédikunarinnar er því
liður í heildarsköpun kristinnar tiI-
beiðslu, sem iðkuð er innan kirkjunn-
ar. Sú endurnýjun hefur verið hœg-
fara, hér á landi vonandi ekki skað-
vœnlega hœgfara.
Fyrst farið er að rœða um endurnýj-
un innan kirkjunnar þá er ekki úr vegi
að Ijúka þessum hugleiðingum undir
austurhimninum með því að nefna
það atriði, sem að mínu mati er þeim
manni, sem starfar að prestskap ein-
hver mesti fjötur um fót í starfi. Það
eru frœðslu og útgáfumál kirkjunnar.
Það eru í alla staði óviðunandi starfs-
skilyrði að geta eigi bent fólki á nokk-
urt frœðslurit eða uppbyggingarrit,
engar ritningarskýringar fyrir almenn-
ing. Sé það yfirstjórn kirkjunnar, sem
er ábyrg fyrir þessu ástandi, þá vísa
ég orðum mínum til hennar. Hið nið-
urnídda ástand útgáfumálanna e(
þeim mun ömurlegra þegar þess et
gœtt, að okkar lútherska kirkja et
orðsins kirkja, sem flytur Orðið með
hinu talaða orði og höfðar til eyrans
og, skynseminnar. Hvernig á bókar'
lausri orðsins kirkju að verða veruleg0
ágengt meðal þessarar orðsins, hand-
ritanna og bókanna þjóð? Útgáfumál
eru meira mál en svo að einn og einn
prestur geti tekið þau upp á sma
arma, þau eru mál, sem kirkjan sem
heild verður að skipuleggja og fram
kvœma. Án verulegrar útgáfu getam
við ekki vœnzt neinnar almennrar
þekkingar á kristnum trúaratriðum °9
kristnum llfsskilningi. Vonandi verð
ur þess ekki langt að bíða að eitthvö^
gerist í þessum málum, að ,,vatm
hrœrist".
256