Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 72
Kvefija úr Hvalfirði
Kyrrð er við Hvalfjörð
kyrrð í byggðum
harmur í húsum
og í hjörtum manna.
Horfinn af heimi
er höfðinginn Ijúfi
góður drengur
og göfugmenni.
Drúpir nú höfði
Hallgrímskirkja
syrgir hollvin,
er henni gaf
listaverk fögur
og fórnaði kröffum
fyrir hana
og föðurlandið.
Kirkjan kveður
og Kristi felur
vininn sinn bezta
og velgjörðarmann.
Blessar hún nafn hans
og biður honum
eilífs friðar
í œðri heimi.
Trúaður var hann
og treysti Drottni
helgaði líf sitt
hans að vilja
kirkjurœkinn
og kœrleiksríkur
bœnarmaður
með bróðurþel.
Bjart var um líf hans
birta í sporum
bjarmi í hjarta
og bros í augum.
Bjartsýnn og glaður
gekk hann um foldu
gott að iðja
gleðja og hjólpa.
Heimili átti hann
hlýtt og fagurt
góða konu
og göfug börn.
Hamingjumaður
heill og sannur,
er vinir kveðja
með kcerri þökk.
Vinsœll og virtur
var hann af öllum.
Valmenni var hann
vifur og framsýnn
athafnamaður
ötull og traustur
með einbeittan vilja
og andlega glóð.
Syrgir nú þjóðin
soninn góða
þakkar og minnist
mikilla starfa
framfa ramannsins,
er forustu hafði
útgerðarmanna
um áratugi.
Vertu sœll, vínur,
verndi þig Drottinn
hann, sem þú fylgd'r
og fólst þínar bcenit-
Láti Guð Ijós sitt
þér lýsa um eilífð
og verma þig, vinub
á vorlandi nýju.
Jón Einarsson, Saurbœ. 16.7. 1974-
262