Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 78

Kirkjuritið - 01.09.1974, Page 78
hversu hið forna þióðveldi vort var byggt ó kristnum grunni þegar ó fyrstu öldum. Skiptir litlu í þessu efni, þótt sagnfrœðingar, eldaðir og til- reiddir I pólitískum eldhúsum, reyni að kenna annað. Menn, sem uppi voru fyrir níu hundruðum óra, Skafti Þóroddsson, feðgarnir fsleifurog Giss- ur í Skólholti, Ari hinn fróði og fleiri, skildu oss eftir arf, sem vér búum enn að og munum fyrir Guðs gœzku búa lengur að en hugmyndatízku þessar- ar aldar. GuSi og Laxness mœldur tími Að öllu mó finna, og mistök urðu að sönnu ó Þingvöllum og víðar. I hinu gamla höfuðhéraði kristninnar, Árnes- þingi, var haldin vegleg landnómshó- tíð. Messað var af því tilefni, eins og vera bar, en messan var fósótt. Ástœð- an var augljós. Guðrœknisstundin, ein allra dagskrórliða, mótti vera ó þeirri stund dags, sem óhugsandi var, að hentað gceti sveitafólki eða þorra héraðsbúa. Á Þingvöllum var kirkjuklukkum hringt í upphafi hótíðar. Það var verð- ugt. Þar var Kristi borið vitni. Hins vegar þótti ekki taka því að efna til messu ó slíkum stað og slíkri stundu. Orði Guðs eða „forsjóninni" voru að- eins skammtaðar þrettón mínútur, ef rétt er munað, — þrettón mínútur af mörgum stundum, Þar var mörgum betur skammtað. Varla tekur því að nefna forseta og forsœtisróðherra. Nóbelskóld vort, —- só skrýtni °9 raunar oft skemmtilegi karl, — var gert a. m. k. jafnt Guði ó þeim deg1 og notaði að sjólfsögðu tœkifœrið að venju til þess að skamma Martein Lúther. Jesús slapp hins vegar skammir þann daginn nema undir ros, þar sem nefnd voru Ijóðaefni, sem Ijókkað hefðu. — Mikið mó vera °ð burðast með svo vonda samvizku íra œsku og fram í elli. — Hins vegar er það líklega rétt, sem skóldið nefndi, að Islendingar mam öðrum þjóðum fremur hafa verið nið' ursokknir í orðsins list. Þess gleymd- ist að geta, að þessi orðsins list relS gjarna hœst þar, sem hún var mjúk þjónusta við orð Guðs. Skóld' lauk móli sínu með þessum orðum- ,,Og þessu nœst hylli ég IífgróðcJ1 skóldskaparins, sem veitir kynslóðun um eilíft líf." Ólík eru þau orð þvl' sem skrifað stendur hjó Jesai0' „Sannlega, mennirnir eru gras. Gr°s ið visnar, blómin fölna, en orð Gu vors stendur stöðugt eilíflega." Halldór œtti annars að farcl ö glugga í Lúther og guðspjo^J1. Skemmtilegra er fyrir hann að v'^ eitthvað um erkiféndurna, óður hann söðlar um. G. Ól. Ól. 268

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.