Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 5

Kirkjuritið - 01.06.1976, Side 5
I GÁTTUM það mun vart fá dulizt glöggum lesendum Kirkjurits, að störf °9 stefna Alkirkjuráðsins eru hugleikin ýmsum hér á landi sem víðar. Ekki mun það þess vegna einungis, að gleggri fregnir berast nú hingað frá ráðinu en löngum áður. Hitt mun valda, að harðnandi átök eru um stefnu í stjórn, nefndum og a þingum. ^ngin ástæða er til þess, að íslenzkt kirkjufólk gangi þessa dulið. Hreinskilni og drengilegar rökræður um ágreining hafa aidrei orðið kristninni til tjóns. ,,Sannleikurinn“, sá eini, gerir ^nenn ávallt frjálsa, en hneppir ekki í fjötra. Því er hollt og hauðsynlegt, að umræður vekist um hvað eina, er kristna hienn varðar. Þögn um ágreining er ekki eining, heldur Þumbaraháttur, og friðarpostular, sem breiða vilja yfir skoð- anamun og átök undir því yfirskyni, að þeir beri eining kirkj- Unnar fyrir brjósti, eru tíðast úlfar í sauðargærum, hættulegri en þeir herskáu. Hér er því hvatt til umræðu. G. Ól. Ól. 83

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.