Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 13

Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 13
sír> nú á tímum fyrir eitthvað, þegar Þessi gömlu átök eru rifjuð upp, þá væri það vísast annað en það, að mál- svari hennar forn hafi ekki haft víð- sýni eða aðra dyggð til jafns við heið- ln9jann. Það væri væntanlega fremur hitt, að vér stöndumst ekki vel saman- burð, ef spurt er um sönnun anda og kraftar, um frjálsmannlega trúardjörf- Un9, um ávexti trúarinnar. En vert er að spyrja: Hvaðan kom ^irkjunni styrkur, þegar hún var sterk- ust? Hver var sá veigur, sem gerði líf hennar auðugt og ósigrandi? Hvaðan k°m sú kærleikans glóð, sem með denni bjó? Þessar spurningar varða °ss. Og þær eru nærgöngular. Hún átti trúna. Þetta er sigurinn, sem sigrað hefur heiminn — trú Vor> sagði postuli fámennrar ofsóttr- ar °9 allt annað en sigurstranglegr- ar kirkju fyrstu aldar. Eða eins og ^ika mætti orða sama vitnisburð: Þetta ®r valdið, sem sigrað hefur oss: Jesús ristur. Kærleikur hans knýr oss. Hans Ve9na er allt leggjandi í sölur. Því ann er allt. Ekki er hjálpræði í nein- Urn öðrum. Hann er ekki einn meðal mar9ra. Hann er vegurinn, sannleikur- lnn> lífið. Það boðum vér. Ekki í hroka ðagnvart neinum, heldur í auðmýkt .ess, sem hefur óverðskuldað þegið °urnræðilega gjöf, þegið náð af gnægð ,.fns, sem er IjósiS. Ljósið eina, Guðs lif9jöf. um ^irkjan forna var óbilgjörn. Það var margt að velja í heimi hennar í ^ndiegum efnum eins og nú er að a- Hún sá ekkert nema Jesú einan. v!fSins iind skyldi ekki mengast af að- ekfndi efnum. i þessu sveigðu þeir ’’ dvorki fyrir tízku né valdi, hvorki fyrir blíðmælgi né hótunum. Og eins satt er hitt, að það var kærleikurinn líknsemin, fórnfýsin, sem telja verður ótvíræða skýringu á þeirri gátu, að kirkjan vann á og vann að fullu. Er ekki samband hér í milli, lífs- samhengi, sem Nýja testamentið sjálft er skýlaust til vitnis um? Þeir yfir- burðir, sem felast í þekkingunni á Kristi Jesú, eru algerir, annað hverfur gersamlega fyrir Ijómanum af Ijósi hans. Og hið eina eftirsóknarverða er að þekkja hann og kraft upprisu hans og samfélag písla hans og höndl- ast þannig af honum, sem er kærleik- urinn. Á vorum tímum hafa mannguðir hreykt sér á hæstu trónum og heimtað skilyrðislausa undirgefni og dýrkun. Hér er sagan að endurtaka sig, eins og að ýmsu Ieyti öðru. Öllum þegnum Rómaveldis var skylt að tilbiðja keisar- ann sem guð. Og allir þegnar heims- veldisins voru svo sveigjanlegir eða víðsýnir, að þeir beygðu sig fyrir þess- ari kröfu. Kristnir menn gerðu það ekki. Þeir létu heldur varpa sér fyrir villidýr eða á bál en að viðurkenna, að einvaldinn í hásætinu væri guð- dómur eða guðdómsímynd. Var þessi óbilgirni, þessi þröngsýni, réttlætan- leg? Var hún eftirbreytnisverð? Var hún tjón fyrir mannkynið eða ávinn- ingur? Ég á bágt með að skilja, hvernig öld Hitlers og Stalíns fer að því að svara þessum spurningum nema á einn veg. Og ég á líka erfitt með að skilja, hvernig hin forna kirkja hefði mátt verjast því að skríða fyrir alræðis- valdinu veraldlega eins og allir aðrir, ef hún hefði verið reiðubúin tii þess 91

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.