Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.06.1976, Blaðsíða 26
„Aðsókn að stofunni hefur alltaf verið mikil, og 10.000 sjómenn heim- sóttu hana síðastliðið ár. Þeir skrifuðu rúm 4000 bréf, en 3700 bréfum var tekið á móti úr pósti og þeim komið til skila, og 11.000 krónur voru sendar heim fyrir sjómenn á sama tíma. Marg- ar samkomur og fyrirlestrar voru haldnir, og um jólin er reynt að hafa sérstakan jólatrésfagnað. Fá þá allir dálitla jólagjöf, böggul, sem eitthvað smávegis er í, sem gleður sjómanninn, en bögglarnir eru sendir stofunni víða að. Flestir þeirra, sem heimsækja stofuna, eru auðvitað íslenzkir sjó- menn, þó heimsóttu hana í fyrra sjó- menn frá 14 þjóðum." Auk íslenzkra sjómanna fékk Jó- hannes jafnan marga gesti frá Fær- eyjum, enda standa Færeyingar hon- um býsna nærri hjarta. í grein þeirri, er fyrr var getið um, að hann hefði ritað fyrir Bjarma, segir hann raunar einkum frá samskiptum sínum við Fær- eyinga, enda mun sannast sagna, að þær frásögur séu upphaflega ritaðar á norska tungu fyrir norska og fær- eyska lesendur. En síðar var svo þýtt á íslenzku. Á fyrstu árum Sjómannastofunnar í Reykjavík voru oft um 60—70 færeysk fiskiskip á Reykjavíkurhöfn. „Ég man það,“ segir Jóhannes," að eitt sinn fórum við um borð í 50—60 færeysk skip á páskadagsmorgni, til þess að bjóða mönnum á samkomu í samkomusal, sem við höfðum fengið lánaðan. Þá var oft þröngt á sjó- mannastofunni. — Sjómennirnir þurftu á margs konar fyrirgreiðslu og aðstoð að halda, og það var okkur mikil ánægja að veita þá aðstoð, sem unnt var. Einn þurfti á lækni að halda, annar þurfti að komast á sjúkrahús og sá þriðji á að halda aðstoð við að selja veiðina. Enn annar hafði orðið fyrir ásiglingu og þurfti að komast í samband við danska sendiráðið. Svo var ef til vill einhver dáinn, og þá þurfti að senda líkið heim.“ Sjóslys mikil voru tíð hér við land um þessar mundir, og fór sjómanna- stofan ekki varahluta af þeim atburð- um. Að kvöldi 7. apríl 1924 barst þeim Jóhannesi og vini hans, færeyskum, sjómannatrúboðanum Alfred Petersen, beiðni danska sendiráðsins um, að þeir færu næsta dag til Grindavíkur. Þar hafði kútter „Anne av Tofte' strandað og öll skipshöfn, 17 manns, týnt lífi. Jóhannes kveðst aldrei muni gleyma því, er beið þeirra félaga 1 Grindavík. Þá kom það í hlut síra Bjarna Jónssonar að halda líkræðu og kasta moldum á fjórtán kistur, er lagðar voru í sömu gröf í kirkjugarð- inum við Suðurgötu. „Kasta teg i Jesu favn“ i marz 1928 kom kútter Acorn lil Reykjavíkur. Hann hafði fengið á sig sjó, en síðan hafði brotizt út eldur mikill í skipinu. Sex manns höfðu fariz1 í eldinum. Þeim, sem eftir lifðu, var það hin mesta þrekraun að koma skipinu til hafnar. Þeir lögðust ör- magna á þilfarið, jafnskjótt og gengið hafði verið frá landfestum. Sjöundi maðurinn lézt í sjúkrahúsi af sárum sínum degi síðar. Jóhannes segir: „Ég gleymi aldre' þeim sára og þunga harmi, sem ég var 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.