Kirkjuritið - 01.06.1976, Síða 48
tíu árum eftir að Páll skrifaði fyrri
pistilinn til Korintumanna, en í hon-
um fjallar hann um tungutalið eins og
það var iðkað í Korintusöfnuði (12.—
14. kap.).
Vera má, að ástæðan fyrir því, að
Lúkas lagði svo ríka áherslu á það
að greina skýrt og skilmerkilega frá
því, hvað tungutal væri, hafi einmitt
verið það, sem gerðist í Korintu, er
Páll varð að leiðrétta ranga stefnu
safnaðarins þar. Fornafnið annar, sem
Lúkas notar í frásögninni, skýrir sig
sjálft: ,,Og þeir urðu allir fullir af
Heilögum anda og tóku að tala öðrum
tungum, eins og Andinn gaf þeim að
mæla“ (4. vers). Lúkas talar reyndar
aðeins einu sinni í þessum kafla um
,,að tala öðrum tungum“ (glossais 4.
vers). i 6. og 8. versi notar hann ann-
að orð, dialektos (þjóðtunga) í stað
glossais (tungumál) til að gefa til
kynna, að um sérstakar þjóðtungur
hafi verið að ræða (sbr. Post. 1, 19;
21, 40; 22, 2; 26, 4). Sextán tungu-
málasvæði eru nefnd í 9. og 10. versi,
og fólkið af þessum svæðum sagði:
,,Vér heyrum þá tala á vorum tung-
um“ (11. vers). Þetta vakti undrun
þeirra og þeir sögðu: „Og hvernig
heyrum vér, hver og einn, talað á eigin
tungu vorri (dialektos, 6.—8. vers).
Hér er ekki um að ræða óþekkt
tungumál, heldur er þess sérstaklega
getið, að tungumálin, sem lærisvein-
arnir töluðu, hafi verið lifandi, töluð
mál. Kraftaverkið, sem gerðist á hvíta-
sunnunni, var það, að Guð veitti læri-
sveinunum hæfileika til að tala mál,
sem voru þeim áður óþekkt. Þeir, sem
á hlýddu, voru af ýmsu þjóðerni, en
gátu samt skilið hver á sinni tungu.
Post. 10, 46
Þriðju frásögnina um tungutalið er
að finna í sambandi við afturhvarf
Kornelíusar, hundraðshöfðingja í róm-
verska hernum. „Meðan Pétur var enn
að mæla þessi orð, féll Heilagur andi
yfir alla þá, er orðið heyrðu og hinir
trúuðu, sem umskornir voru, urðu
forviða, — allir þeir, sem komið höfðu
með Pétri —, að gjöf Heilags anda
skyldi einnig vera úthellt yfir heið-
ingjana, því að þeir heyrðu þá tala
tungum og mikla Guð.“
Augljóst er, að málið, sem hér er
um getið, var ekki óskilmerkilegt, Þar
sem Páll og félagar hans „heyrðu
þá mikla Guð.“ I Post. 11,15 segir
Pétur: „Heilagur andi (féll) yfir Þa’
eins og yfir oss í upphafi." Hér ber
Pétur saman reynslu Kornelíusar og
það, sem gerðist í Jerúsalem á hvíta-
sunnunni.
Á hvítasunnuhátíðinni veitti Guð
tungutalsgáfuna til þess að hægt værl
að boða fagnaðarerindið trúuðum
Gyðingum af mörgum þjóðarbrotunri'
Þeir höfðu safnast saman í Jerúsalea1
til að dýrka Drottin Guð. Sú stað-
reynd, að Kornelíus og fjölskylda *al'
aði tungum, var Pétri og söfnuðinum
I Jerúsalem tákn þess, „að Guð fer
ekki í manngreinarálit, heldur er hon-
um þóknanlegur í hverri þjóð sá, er
hann óttast og stundar réttlæti“ (Post’
10,35). Guð notaði aftur tungutals'
gáfuna, — sömu gáfuna og veitt var
lærisveinunum í upphafi, sem tákn r'
að sannfæra Pétur og söfnuðinn. Me,
samanburði við það, sem gerðist a
hvítasunnunni, komust þeir eðlilega a
þessari niðurstöðu: „Ef Guð hefir
126