Kirkjuritið - 01.06.1976, Page 70
Sú fræðilega lífsstefna, sem sigraði
á Bretlandseyjum, var efnishyggjan.
Hún benti á hinar ytri framfarir og gat
útskýrt alla hluti með skýrskotun til
efnislegra raka. Trúarbrögðin sem
heild, sömuleiðis tilraunir hughyggju-
heimspeki til að rökstyðja gildi and-
legs raunveruleika, voru fljótafgreidd
sem hindurvitni, andstæð framförum.
Nokkur hópur vlsindamanna á Bret-
landi gat ekki sætt sig við hinn efnis-
lega raunveruleika sem hinztu rök
allra hluta. Þessir menn voru fremur
hugvísindamenn en raunvísindamenn
og spurðu sjálfa sig þeirrar spurning-
ar, hvort ekki væri unnt að andæfa
kröfu efnishyggjunnar á einhvern hátt,
er meir væri sannfærandi en tilraunir
hughyggjuheimspekinnar eða opinber-
unarkrafa trúarbragða. Lausnina fengu
þeir í því að taka að beita vísindaleg-
um rannsóknum tiltekin fyrirbæri, er
bentu til þess, að maðurinn og tilvera
hans væri ekki einvörðungu sú vél,
sem efnishyggjan vildi vera láta, held-
ur flóknara fyrirbæri. Þessi fyrirbæri
gat engin vísindatilgáta né heldur
heimsmynd efnishyggjunnar útskýrt,
og var á það bent, að þau væri að
finna í þeirri starfsemi, sem stunduð
væri af spiritistum og skyldum hreyf-
ingum.
Þessi hópur vísindamanna stofnaði
árið 1882 Brezka sálarrannsóknafélag-
ið — Society for Psychical Research
— og undir forystu þess var hafizt
handa um rannsóknir hinna dularfullu
eða yfirskilvitlegu fyrirbæra.
Samkvæmt eigin forsendum tóku
menn þessir töluverða áhættu í upp-
hafi. Þeir vildu reyna að leiða í Ijós
raungildi þeirra verðmæta, er þeir
töldu, að fólgin væru í ákveðnum þátt-
um trúararfsins, með aðferðum, er ein-
ar voru teknar gildar í hugarheimi ráð-
andi menningarvitundar, reynsluathug-
unum. Þeir gátu hins vegar átt von á
því, að athuganirnar leiddu ekki annað
í Ijós en að efnishyggjan hefði rétt
fyrir sér, og að maður framtíðarinnar
yrði að sætta sig við það að vera vél,
er gengi takmarkaðan tíma í heimi,
sem væri ekki annað en vél.
En strax og rannsóknirnar hófust
virtist óþarft að ala á nokkrum ótta um
það, að slík áhætta hefði verið tekin.
Upphafsrannsóknirnar virtust gefa til-
efni til þó nokkurrar bjartsýni um, að
hægt yrði að hnekkja kröfu efnishyggj'
unnar og það með þeim aðferðum,
sem hún tók einar gildar. Þær niður-
stöður, sem upphafsrannsóknirnar
leiddu í Ijós, bentu til þess, að hand-
an við, en samt í nánum tengslum við
hinn efnislega heim væri andlegut
heimur, sem maðurinn væri tengdur
með sinni ódauðlegu sál. Tilraunii’
virtust leiða í Ijós, að sálin lifði af
líkamsdauðann og gæti gert lifandi
mönnum skiljanlega tilveru sína með
því að koma fram í gegnum miðla'
Þegar 20. öldin heilsaði, gerðu sálai'-
rannsóknamenn sér góðar vonir um
það, að innan tiltölulega skamms tíma
væri hægt að hnekkja heimsmynd
efnishyggjunnar, leiða rök að fram-
haldslífi hvers einstaklings og þar með
rökstyðja gildi hinnar trúarlegu víddar.
Upphafsbjartsýnin hlaut þó
dofna. Skeið hinnar hugmyndafraeði'
legu efnishyggju rann út fyrir fram'
farir í eðlisfræði, er hnekktu hinni vél-
rænu heimsmynd stærðfræði og nátt'
úrufræði 19. aldar. Að því leyti var
148