Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 25
sínar styrku hendur. Og forseti kirkju- ^élagsins var hann samfleytt um 23 ára skeið. —Á þeim tíma fjölgaði söfn- Urn þess úr 14 í 40 eða þar um þil. En tala safnaðarmanna jókst á sama íinna úr rúmum tveimur þúsundum upp ' nærfellt 7 þúsund. Tvennt var það, sem í upphafi olli ^nestum erfiðleikum í hinu lifandi, kristilega starfi, var það kirkjuskortur °9 prestafæð. — Á fyrra atriðinu var von þráðar ráðin veruleg bót. — Eins °9 áður hefur verið skýrt frá, var fyrsta 'slenzka kirkjan í Vesturheimi, Víkur- k'rkja að Mountain í North Dakota, reist árið 1884. Tveimur árum síðar var °nnur kirkja reist í North Dakota, — ' Pembina, árið 1886. Og í árslok 1887 Vsr fyrsta íslenzka kirkjan í Canada v'9ð, — hinn 20. des., — en það var irkja Winnipeg-safnaðarins, — og var enni svo lýst, að hún væri rúmgott, Vandað og veglegt guðsþjónustuhús. Hitt atriðið reyndist talsvert erfiðara v'öfangs. Þegar á næsta ári eftir stofn- Un kirkjufélagsins hvarf séra Hans B. horgrímsen úr þjónustu þess, — og Qerðist prestur hjá norskum söfnuðum. °tt það komi hvergi, að því er mér er unnugt, beinlínis fram, þá mun ekki °s®nnilegt að hinn stranglútherski andi 'ssouri-sýnódunnar, sem hann á námsárunum hafði drukkið í sig og ^fftazt aJ’ — hafi sinn þátt í því, a hann fann sér ekki andlegt heimili 'hnan þeirra veggja, sem kirkjufélag 'nna íslenzku bræðra hans markaði ^onum. Einnig mætti láta sér til hugar °ma, að hann hafi í upphafi ætlað sér a hlutskipti að gerast leiðtogi hinna f,reifðu safnaða meðal landa sinna, en J°tt fundið, að þar var séra Jón hinn útvaldi, en ekki hann, — og því hafi hann dregið sig svo fljótt í hlé. — En það skal þó skýrt fram tekið, að hér er um ágizkun eina að ræða, því hvergi verður neinnar misklíðar eða átaka vart milli þeirra. — í skýrslu fyrsta kirkjuþingsins — 1885, — er frá því sagt, að hann hefði sökum heimil- isástæðna sinna, talið sig knúinn til að hverfa á brott fyrir þingslit. „Flutti hann fundinum þakkir fyrir lipurð þá og vel- vild, er sér hefði mætt í orðum og við- móti, — og bað hinu unga kirkjufélagi blessunar og framfara“, eins og kom- izt er að orði í fundargjörð kirkjuþings- ins. — Eitthvað gegndi sr. Hans prestsstörfum meðal íslendinga all- löngu síðar, — en aldrei til langframa. — Hann var Ijúfmenni hið mesta, frá- bær söngmaður, glæsimenni í sjón og raun, — vinsæll og virtur meðal þeirra, sem nutu þjónustu hans. Séra Hans varð háaldraður, — lézt í ársbyrjun 1942. En maður kom í manns stað. Sum- arið 1886 bættist kirkjufélaginu nýr starfsmaður, séra Friðrik J. Bergmann. Hann hafði fyrst stundað nám við skóla norsku sýnódunnar í Dowa, — og þar komizt í snertingu við hin margnefndu strangtrúarsjónarmið, sem sr. Páll Þor- láksson og síðar sr. Hans Thorgrímsen voru fulltrúar fyrir, — og mótazt mjög af þeim. Að loknu námi þar fór hann svo til Noregs og las guðfræði við há- skólann í Kristjaníu, en lauk ekki prófi. Til Vesturheims kom hann aftur árið 1885 og var einn af fulltrúunum, er sátu fyrsta kirkjuþingið það ár. Vet- urinn eftir hélt hann svo áfram námi við lútherskan guðfræðiskóla í Phila- delphia, — útskrifaðist þaðan um vor- 263

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.