Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 37

Kirkjuritið - 01.12.1976, Side 37
Séra Sigurbjörn Ástvaldur var alefl- ingarmaður, sem vildi mikið, hugsaði stórt og treysti Guði. Elliheimilið Grund reis nýtt, vandað og stórt 1931. Það var gæfa þeirrar stofnunnar, Þegar sonur þeirra hjóna Gísli Sigur- björnsson þá ungur maður varð for- stjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins. Þá var skuldabyrðin stofnuninni um megn orðin og þungt íyrir fæti í fjármálum hennar. Honum tókst fljótt að snúa vörn í sókn, og allt hefur dafnað í höndum hans. Eins og alþjóð er kunnugt hefur EHi- og hjúkrunarheimilið Grund tekið miklum vexti og haldið forustuhlutverki sínu á ótrúlega mörgum sviðum undir stjórn Gísla Sigurbjörnssonar, for- stjóra. Vistmenn þess á Grund eru nú hátt á fjórða hundrað. Þar að auki hefur forstjórinn reist annað vistheim- 'h í Hveragerði fyrir aldrað fólk. Þar er heilt hverfi af smáhúsum, rúml. 40 talsins og nærfellt 200 vistmenn. Þarna 9eta öldruð hjón búið sér, í smáíbúð ,rneð öllum nýtísku þægindum og hugsað um sig að nokkru leyti sjálf. Eitthvert ákjósanlegasta fyrirkomulag, sem mögulegt virðist í þessum málum. Allt umhverfi heimilanna beggja er fallega ræktað með grasflötum, runna- °9 trjágróðri og skrautblómum. Um- 9engni utanhúss sem innan er til mik- illar fyrirmyndar. Þess skal minnst, að þau hjón, sem olu þá hugsjón, sem hér er orðin að Veruleika, voru bænarmenn og störf- u3u með árvekni í bæn. Aldrei verður svo sögð saga elli- heimila og hjálparstarfs við aldrað folk a islandi, að nafn séra Sigur- björns Ástvaldar Gfslasonar verði þar ekki fremst. Séra Sigurbjörn Ástvaldur var Skagfirðingur, fæddur í Glæsibæ í Sæ- mundarhlíð hinn 1. jan. árið 1876, sonur Gísla Sigurðssonar bónda þar og konu hans Kristínar Björnsdóttur. Síðar fluttu þau að Neðra-Ási í Hjalta- dal, þar sem Sigurbjörn ólst upp, en Sigurður, föðurfaðir sr. Sigurbjörns var síðast bóndi á Mið-Grund í Blöndu- hlíð. Sú umsögn geymist enn um Gísla, föður sr. Sigurbjörns, að hann hafi verið talinn gáfumaður, hygginn og hagsýnn bóndi. Séra Sigurbjörn varð stúdent í Reykjavík 1897 og útskrifaðist úr prestaskólanum vorið 1900. — Sum- arið eftir kandidatsprófið sigldi hann til Norðurlanda og dvaldi þar á annað ár við framhaldsnám og kynnti sér safnaðarlíf og trúarlífshreyfingar þar. Hófust þá þau tengsl hans við Norður- landakirkjurnar, sem héldust ævilangt, bæði við ýmsar kirkjulegar stofnanir og málsmetandi menn í kirkjulífi Norð- urlanda. Ferðaðist hann þangað oft og fylgdist með kirkjulífi, heimsótti ótal- margar líknarstofnanir og aflaði nýrra kynna, bæði þar og auk þess a. m. k. í Þýskalandi, Englandi og Skotlandi. Átti hann marga vini meðal kirkjufólks í þessum löndum, og þréfaskipti hans voru stöðug. Fyrsta utanför sr. Sigurbjörns strax að loknu kandidatsprófi reyndist hon- um áhrifamikil og örlagarík. Hann dvaldi þá fyrst í Danmörk, á Jótlands- skaga, nærri Vesturströnd. Kynntist hann þar strax danska heimatrúboð- inu, sem var á þeim tíma mjög sterk vakningarhreyfing í dönsku kirkjulífi, er 275

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.