Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 37

Kirkjuritið - 01.12.1976, Síða 37
Séra Sigurbjörn Ástvaldur var alefl- ingarmaður, sem vildi mikið, hugsaði stórt og treysti Guði. Elliheimilið Grund reis nýtt, vandað og stórt 1931. Það var gæfa þeirrar stofnunnar, Þegar sonur þeirra hjóna Gísli Sigur- björnsson þá ungur maður varð for- stjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins. Þá var skuldabyrðin stofnuninni um megn orðin og þungt íyrir fæti í fjármálum hennar. Honum tókst fljótt að snúa vörn í sókn, og allt hefur dafnað í höndum hans. Eins og alþjóð er kunnugt hefur EHi- og hjúkrunarheimilið Grund tekið miklum vexti og haldið forustuhlutverki sínu á ótrúlega mörgum sviðum undir stjórn Gísla Sigurbjörnssonar, for- stjóra. Vistmenn þess á Grund eru nú hátt á fjórða hundrað. Þar að auki hefur forstjórinn reist annað vistheim- 'h í Hveragerði fyrir aldrað fólk. Þar er heilt hverfi af smáhúsum, rúml. 40 talsins og nærfellt 200 vistmenn. Þarna 9eta öldruð hjón búið sér, í smáíbúð ,rneð öllum nýtísku þægindum og hugsað um sig að nokkru leyti sjálf. Eitthvert ákjósanlegasta fyrirkomulag, sem mögulegt virðist í þessum málum. Allt umhverfi heimilanna beggja er fallega ræktað með grasflötum, runna- °9 trjágróðri og skrautblómum. Um- 9engni utanhúss sem innan er til mik- illar fyrirmyndar. Þess skal minnst, að þau hjón, sem olu þá hugsjón, sem hér er orðin að Veruleika, voru bænarmenn og störf- u3u með árvekni í bæn. Aldrei verður svo sögð saga elli- heimila og hjálparstarfs við aldrað folk a islandi, að nafn séra Sigur- björns Ástvaldar Gfslasonar verði þar ekki fremst. Séra Sigurbjörn Ástvaldur var Skagfirðingur, fæddur í Glæsibæ í Sæ- mundarhlíð hinn 1. jan. árið 1876, sonur Gísla Sigurðssonar bónda þar og konu hans Kristínar Björnsdóttur. Síðar fluttu þau að Neðra-Ási í Hjalta- dal, þar sem Sigurbjörn ólst upp, en Sigurður, föðurfaðir sr. Sigurbjörns var síðast bóndi á Mið-Grund í Blöndu- hlíð. Sú umsögn geymist enn um Gísla, föður sr. Sigurbjörns, að hann hafi verið talinn gáfumaður, hygginn og hagsýnn bóndi. Séra Sigurbjörn varð stúdent í Reykjavík 1897 og útskrifaðist úr prestaskólanum vorið 1900. — Sum- arið eftir kandidatsprófið sigldi hann til Norðurlanda og dvaldi þar á annað ár við framhaldsnám og kynnti sér safnaðarlíf og trúarlífshreyfingar þar. Hófust þá þau tengsl hans við Norður- landakirkjurnar, sem héldust ævilangt, bæði við ýmsar kirkjulegar stofnanir og málsmetandi menn í kirkjulífi Norð- urlanda. Ferðaðist hann þangað oft og fylgdist með kirkjulífi, heimsótti ótal- margar líknarstofnanir og aflaði nýrra kynna, bæði þar og auk þess a. m. k. í Þýskalandi, Englandi og Skotlandi. Átti hann marga vini meðal kirkjufólks í þessum löndum, og þréfaskipti hans voru stöðug. Fyrsta utanför sr. Sigurbjörns strax að loknu kandidatsprófi reyndist hon- um áhrifamikil og örlagarík. Hann dvaldi þá fyrst í Danmörk, á Jótlands- skaga, nærri Vesturströnd. Kynntist hann þar strax danska heimatrúboð- inu, sem var á þeim tíma mjög sterk vakningarhreyfing í dönsku kirkjulífi, er 275
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.