Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 43
Þá hóf hann máls um atburðinn 20. ágúst 1938. Og hann sagði m. a.: ,,Er Það ekki undarlegt, að þarna niðri í íljótinu var það ein hugsun, sem gagn- 'ók mig, þessi: Nú fæ ég að sjá Guð. — Ekkert annað komst að. Og þó vissi ég, að konan mín og tvær dætur mínar yoru í aftursætinu“. ^að snerti mig, hvaða hugsun lá að óaki þessara orða, og ég svaraði: Jú, Það er vissulega mjög merkilegt. Mér Þótti þessi reynsla mannsins á slíkri stund vera opinberun þess sannleika, sem oft er oss hulinn, hve máttug og sönn Guðs fyrirheit eru. — Þegar allt annað hrynur og hvergi er hjálp að fá eða nokkurt skjól í þessum heimi, þá stendur fyrirheit Guðs eitt eftir sem hinn sanni veruleiki. — Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Blessuð sé minning hjónanna séra Sigurbjörns Á. Gíslasonar og frú Guð- rúnar Lárusdóttur. Synóduserindi flutt i Ríkisútvarpi 22. júni 1976. Kynnisferð til Ameríku Næsta haust gefst íslenzkum presti kostur á að fara til Bandaríkjanna til kynnis- og námsdvalar. Er hér með auglýst eftir umsóknum um styrk, sem veittur verður og nemur $800.00, sem er safnað af Kiwanis- klúbbnum Brú á Keflavíkurflugvelli, en auk þess hefur verið fengið loforð hjá söfnuði í Minnesota rétt fyrir norðan Minneapolis að taka í móti prestinum og veita honum aðstoð, bæði beint og óbeint. Styrkurinri er hugsaður fyrir prest (og mjög gjarnan eiginkonu hans), sem starfar í þéttbýlissöfnuði og hefur sérstakan áhuga á starfi fyrir vangefna. Er aðalhvatamaður að þessu herpresturinn Paul Lionberger, sem er mörgum að góðu kunnur fyrir áhuga sinn á íslenzku kirkjulíii og löngun sína til að verða að liði á því sviði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður, en umsóknarfrestur er til 15. júní n. k. Ólafur Skúlason Hlíðargerði 17, Reykjavík 281

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.