Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 81

Kirkjuritið - 01.12.1976, Page 81
meistaranum útfærslu og nótnaskrift. I þessu sambandi skal þess getið, að Lúther lagði til, að guðspjallið væri sungið í sjöttu tóntegund, vegna þess að Kristur sé elskulegur herra og ræða hans Ijúf, en að pistill skyldi sunginn í áttundu tóntegund, af því að Páll sé alvarlegur herra. (Æfing með tónlagi guðspjalls, þar sem rödd Krists kemur fyrir, er í lok Deutsche Messe). Þegar söngmeistarinn undraðist, hve vel Lúther hafði fellt nótur og áherzlur að textanum, og spurði, hvaðan Lúther hefði kunnáttu sína í þessum efnum, hafði Lúther svarað: „Skáldið Virgil- íus hefur kennt mér það, er hann lag- ar Ijóð sín og orð svo listilega að sögu- þræðinum. Þannig á tónlistin að beina öllum nótum sínum og söng að text- anum.“ (M. Praetorius, Syntagmatis Musici, Tomus Primus, Wittenberg 1615, bls. 451 nn, hér eftir W. A. 19, bls. 50). Eins og kunnugt er, samdi Lúther bæði sálmalög og sálma. Þann- '9 samdi hann bæði texta og lag Deutsche Sanctus í Deutsche Messe. Deutsche Messe Lúthers var sungin fyrsta sinni í Wittenberg 20. sd. e. Tr. eða 29. okt. 1525. Lúther óskaði þess ' Því sambandi, að það eitt, sem væri frá Guði, mætti lifa. Deutsche Messe var sungin í Wittenberg jóladag 1525. Sennilega hefur Nikulaus Hausmann í ^wickau fengið eitt eintak fyrir jól, svo að hann gæti sungið messuna á þýzku hjá sér. Fyrsta prentunin hefur varað fram á árið 1526. En sama ár mun kjör- ÍUrstinn hafa fyrirskipað þessa guðs- kjónustu í sínu umdæmi, nema þarsem 9óð skipan var þegar komin. Hér skal ekki farið nánar út í þær breytingar, sem verða á guösþjónustu Lúthers í Deutsche Messe frá Formula Missae, en þær eru þessar helztar auk tungu og lags, að Gloria fellur niður, Kyrie er þrítekið, í stað Graduale er settur þýzkur sálmur, Credo er sungið sem sálmur á þýzku. Predikunin hefur fengið ákveðinn stað næst á eftir. Um- ritun á Faðir vor og áminning til alt- arisgesta kemur í stað Prefatía með undanfarandi víxlsöng, á undan Inn- setningarorðunum. í stað Sanctus og Benedictus er kominn Deutsche Sanct- us (Jes. 6). Aðskilin helgun og útdeil- ing brauðs og víns, samkvæmt Inn- setningarorðunum! Draga má þá álykt- un af þessari einföldun í Deutsche Messe, að Lúther hefur viljað gera guðsþjónustuna auðskyldari og auð- veldari í framkvæmd í hinum ýmsu söfnuðum. Þegar fram liðu stundir, urðu vissar breytingar á þessari skip- an Lúthers hjá samstarfsmönnum hans. Johannes Bugenhagen tekur upp í Braunschweiger Kirchenordnung frá 1528 þýzkan sálm í stað Inngöngu- vers. Þá leggur hann til, að á eftir Kyrie sé sungin Gloria, þó má sleppa henni, ef vill. Þá skal á stórhátíðum syngja Prefatia á latínu með undan- farandi víxlsöng og eftirfarandi Sanct- us, sungnum af kór skólapilta. Hvatn- ing til altarisgesta (Exhortatio) hefur farið næst á undan Prefatia. Prefatia og Sanctus má þó stundum falla nið- ur, þar sem Hvatningin sé hin rétta Prefatia, þ. e. formáli. Þar sem engir skólapiItar eru, má Prefatia og Sanct- us falla niður að staðaldri, hversu mjög sem Bugenhagen vildi syngja hvort tveggja. Þegar svo stendur á, kemur strax eftir Hvatningu Faðir vor og Innsetningarorðin. Bugenhagen fylgir 319

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.