Kirkjuritið - 01.12.1976, Qupperneq 81

Kirkjuritið - 01.12.1976, Qupperneq 81
meistaranum útfærslu og nótnaskrift. I þessu sambandi skal þess getið, að Lúther lagði til, að guðspjallið væri sungið í sjöttu tóntegund, vegna þess að Kristur sé elskulegur herra og ræða hans Ijúf, en að pistill skyldi sunginn í áttundu tóntegund, af því að Páll sé alvarlegur herra. (Æfing með tónlagi guðspjalls, þar sem rödd Krists kemur fyrir, er í lok Deutsche Messe). Þegar söngmeistarinn undraðist, hve vel Lúther hafði fellt nótur og áherzlur að textanum, og spurði, hvaðan Lúther hefði kunnáttu sína í þessum efnum, hafði Lúther svarað: „Skáldið Virgil- íus hefur kennt mér það, er hann lag- ar Ijóð sín og orð svo listilega að sögu- þræðinum. Þannig á tónlistin að beina öllum nótum sínum og söng að text- anum.“ (M. Praetorius, Syntagmatis Musici, Tomus Primus, Wittenberg 1615, bls. 451 nn, hér eftir W. A. 19, bls. 50). Eins og kunnugt er, samdi Lúther bæði sálmalög og sálma. Þann- '9 samdi hann bæði texta og lag Deutsche Sanctus í Deutsche Messe. Deutsche Messe Lúthers var sungin fyrsta sinni í Wittenberg 20. sd. e. Tr. eða 29. okt. 1525. Lúther óskaði þess ' Því sambandi, að það eitt, sem væri frá Guði, mætti lifa. Deutsche Messe var sungin í Wittenberg jóladag 1525. Sennilega hefur Nikulaus Hausmann í ^wickau fengið eitt eintak fyrir jól, svo að hann gæti sungið messuna á þýzku hjá sér. Fyrsta prentunin hefur varað fram á árið 1526. En sama ár mun kjör- ÍUrstinn hafa fyrirskipað þessa guðs- kjónustu í sínu umdæmi, nema þarsem 9óð skipan var þegar komin. Hér skal ekki farið nánar út í þær breytingar, sem verða á guösþjónustu Lúthers í Deutsche Messe frá Formula Missae, en þær eru þessar helztar auk tungu og lags, að Gloria fellur niður, Kyrie er þrítekið, í stað Graduale er settur þýzkur sálmur, Credo er sungið sem sálmur á þýzku. Predikunin hefur fengið ákveðinn stað næst á eftir. Um- ritun á Faðir vor og áminning til alt- arisgesta kemur í stað Prefatía með undanfarandi víxlsöng, á undan Inn- setningarorðunum. í stað Sanctus og Benedictus er kominn Deutsche Sanct- us (Jes. 6). Aðskilin helgun og útdeil- ing brauðs og víns, samkvæmt Inn- setningarorðunum! Draga má þá álykt- un af þessari einföldun í Deutsche Messe, að Lúther hefur viljað gera guðsþjónustuna auðskyldari og auð- veldari í framkvæmd í hinum ýmsu söfnuðum. Þegar fram liðu stundir, urðu vissar breytingar á þessari skip- an Lúthers hjá samstarfsmönnum hans. Johannes Bugenhagen tekur upp í Braunschweiger Kirchenordnung frá 1528 þýzkan sálm í stað Inngöngu- vers. Þá leggur hann til, að á eftir Kyrie sé sungin Gloria, þó má sleppa henni, ef vill. Þá skal á stórhátíðum syngja Prefatia á latínu með undan- farandi víxlsöng og eftirfarandi Sanct- us, sungnum af kór skólapilta. Hvatn- ing til altarisgesta (Exhortatio) hefur farið næst á undan Prefatia. Prefatia og Sanctus má þó stundum falla nið- ur, þar sem Hvatningin sé hin rétta Prefatia, þ. e. formáli. Þar sem engir skólapiItar eru, má Prefatia og Sanct- us falla niður að staðaldri, hversu mjög sem Bugenhagen vildi syngja hvort tveggja. Þegar svo stendur á, kemur strax eftir Hvatningu Faðir vor og Innsetningarorðin. Bugenhagen fylgir 319
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.