Jörð - 01.12.1944, Page 5
Sá einn er skáld, sem elskar jörð og sól,
þótt eigi hvorki hjörg né húsaskjól.
Hann veit, að lífið sjáilft er gnðagjöf,
og gæti dvalið einn við nyrstu höf.
Sá einn er skáld, sem þögull getur þráð
og þakkað Guði augnabliksins náð.
III.
Svo gæt min þá, mín góða heilladís,
sem gleðúr skáldin, meðan dagur rís.
Þú gafst mér þrá, svo gat ég telgt með hníf.
Ó gefðu minum dauðu fuglum líf.
.4 náðarstnnd ég návist þina finn.
Leyf nöktu harni að snerta faldinn þinn
og dreyp á mínar varir þeirri veig,
sem vekur líf og gerir orðin fleyg.
Ef fuglar minir fengju vængjamátt,
þá fljúga þeir um loftið draumablátt,
og þér, sem hæst i himinsölum hýrð,
skal helgað þeirra flug og söngvadýrð.
Og gaman verður hátt við himinský
að horfa yfir jörðina á ný,
og vita alla vængi hvíta fá,
sem víðsýnið og eilífðina þrá.
Með fjaðraþyt skal fagna sálum þeim,
sem fæðast seinna inn í þennan heim.
Þær hræðast síður hríð og reiðan sjó,
fyrst hér er nóg um tré og smiðjumó.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól,
að fótskör Guðs, að lambsins dýrðarstól,