Jörð - 01.12.1944, Side 6
og setjast loks á silfurbláa tjörn
og syngja fgrir lítil englabörn.
IV.
Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng,
eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng,
er tungan kennir töfra söngs og máls —
J>á teggir bann sinn hvíta svanaháls.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar Guðs i Paradís.
1942.
Davíð Stefánsson,
i STMÖGUR íslenzku þjóðarinnar meðal núlifandi ljóðskálda, hef-
ur sýnt JÖRR mikla sæmd og velvild með því að senda henni
til birtingar framanskráð kvæði — eftir að hafa ekki birt kvæði
í ahnennu tímariti í um það bil aldarfjúrðung og ekki gefið út nýja
ljóðabók í 8 ár. Á þeini 8 árum hefur hann þó ort góð kvæði, sem
almenningi eru kunn úr leikritum hans, og þjóðhátiðarkvæði, sem
almenningi verða vonandi bráðum kunn, og önnur kvæði, sem e. t.
v. drcgst eitthvað lengur, að hann geri kunn — nema heilladís
JARÐAR skyldi sýna af sér þá stefnufestu að hella ineiru af þeim
ljúfu veigum á skálar lesenda vorra! Og er henni varla minna
ætlandi, blessaðri (þó að sjálfsagt þyki, að lukkan sé svolítið laus-
lát) en að hafa þó það lijarta i brjóstinu að taka ekki að fullu og
öllu svo unaðslegan bikar frá þeim, sem hún þó hefur borið hann
að vörum. En hvað sem þeirri dutlungadrós liður, sem þó ósjald-
an hefur brosað hýrt í JARÐAR garð, þá munu lescndur vorir yfir-
leitt treysta Davíð sjálfum til að sjá svo um, að Lukka beiti ekki
neinum léttúðarhrögðum undir svipmóti Unu, Dísu og þeirra stall-
systra, heldur fylgi trú tilliti.
204
JÖRD