Jörð - 01.12.1944, Side 8
Pétur Sigurðsson:
Glötuðu tækifærin
Það bar oft við áður, er var ég að vinna,
og vildi’ engum töfum né spurningum sinna:
kom drenghnokki lítill og djarfur til pabba,
og drengja er venja að spyrja og kvabba.
Ég nenniti þá ekki — oft vinnunnar vegna —
hans vilja og spurningum öllum að gegna.
Hann vildi um aðferð og orsakir fræðast;
það einkennir þá, sem með vitsmunum fæðast.
Og stundum, er hvíldi ég hugsi og hljóður,
kom hann eins og bæn og svo ljúfur og góður
og iangaði til þess að lúra hjá pabba.
Mér leiddist það barn, sem var alltaf að kvabba.
Ef sat ég, á kné mitt hann lófa sinn lagði
og leit til mín biðjandi augum og sagði:
„Mig 'langar í sögu, að sitja hjá pabba.“
Ég sagði: „Ó, barn, þú ert alltaf að kvabba.“
Ég veit nú, hve blæddi hans viðkvæma hjarta,
er varð hann að fara, en þorði’ ekki að kvarta.
En nú er það annar, sem ósk sína byrgir
og indælu, glötuðu tilboðin syrgir.
Því tíminn er fleygur og fljótur að liða.
Það fæst ekki alltaf í heiminum blíða.
Og börnin — þeir sönnustu, saklausu vinir,
að síðusfú læra að vera’ — eins og hinir.
Ég sinnti of lítið um sak'lausa drenginn.
Þess seint er að iðrast — nú býður sig enginn.
Því börnin, sem leiðast af lífshvötum sönnum,
þau læra af hinum og — verða að mönnum.
206
JÖRÐ