Jörð - 01.12.1944, Síða 10
Eva Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð:
,,Gamban“-sögur
MAMMA bjó í gömlum bæ. Þar voru mörg löug göng
og dimm skot. Svo kom jólafastan. En það var
enginn sældartími fyrir blessuð börnin, þvi ýmsir
hræddu þau á Grýlu, jólasveinunum og jólakettinum, og
það voru nóg fylgsni í þessum gömlu bæjum fyrir þess
háttar liyski. Jóna litla var þó langhræddust við jóla-
köttinn, sem mundi koma og glevpa bana á sjálfa jóla-
nóttina, ef hún fengi ekki nýja flík í jólagjöf. Hún braut
heilann lengi um þetta og loks áræddi bún að fara til
móður sinnar og spyrja bana, hvort hún fengi nýjan kjól.
„Nei,“ svaraði móðirin, „ekki Jiýst ég við þvi, barnið gott!“
„En, mamma! fáum við ekki jólakerti?“ — „Jú, svo auml
verður það varla,“ svaraði móðirin. Þá þagði Jóna svo-
litið við, en segir svo fagnandi: „Ja •— þá veit ég bvað
ég geri, þegar jólakötturinn kemur. Ég kveiki á kertinu
mínu og þegar jólakötturinn kemur upp á pallskörina,
þá rek ég logandi kertið á kaf i ginið á honum. Og ef
það dugar ekki, þá kalla ég á Jesú-barnið. Og þá skul-
um við sjá, bvort bann snáfar ekki burt.“
Það er ljótt að liræða lílil börn.
rpVEIR menn keyptu kú i félagi og Sara litla, dóttir
annars mannsins var ekki Íengi að skipta henni. Hún
sagði: „Hæ! bæ! Nú fær Gvendur frampartinn og gefur
henni, en við afturpartinn, mjólkina og áburðinn!“
Frænka var eittbvað að ávíta Héðin litla fvrir, að henni
þætti hann of hrekkjóttur við systur sína. Þá svaraði
snáði: „Það lá nú svo sem að, að þú tækir svari hennar —
hún, sem er heillaóskin þeirra hjónanna!“ (Hann hafði
hevrt einhvern kalla hana „óskabarnið þeirra hjónanna“).
Jóna var send á næsta bæ. Hún var þá sjö ára. Þegar
hún kom aftur, var ferðasagan svona: „Það sat maður á
stól í Hlíð, og það skildi enginn orð af því, sem hann
208 jörð