Jörð - 01.12.1944, Side 19
Átti liann tvo sonu, sem nefndir liafa verið Sveinn og
Arnór. Báðir drógust þeir að Tungustapa, Arnór til gems-
fullra leika, en Sveinn til kirkjulegrar þjónustu iijá álfa-
biskupinum, sem stapann byggði. Þegar bann var að því
kominn, að talca vígslu lijá álfabiskupinum, kom Arnór
í leit að honum að Tungustapa. Opnaðist stapinn fvrir
honum með framandi Ijósadýrð álfadómkirkjunnar, þar
sem Sveinn bróðir Iians kraup við altari og álfabiskup-
inn lagði hönd á höfuð honum. Arnór vihli bjarga bróður
sínum frá töfrum álfanna og brópaði á hann til komu, en
kallaði dauða yfir þá báða. Hann var eltur af þeysandi
álfaskörum og heyrði á undanhaldinu dóm sinn kveðinn:
„Ríðum og riðum
það rökkvar i hlíðum
ærum og færum
hinn arma af vegi,
svo hann eigi
sjái sól á degi
sól á næsta degi.“
Hamstola flýði Arnór undan, þar til hann lmé máttvana
niður af mæði, en álfahersveitirnar riðu á hann ofan og
skildu hann eftir dauðvona. Hann dó í Banabrekkum.
Sveinn, sem blýðnast vildi bróðurkallinu úr mannheim-
um og óvirti með því heilög vé álfanna, fékk þann dóm
að hníga dauður niður, þegar hann næst sæi álfahiskup-
inn standa ,i sömu sporum fyrir altari álfadómkirkjunn-
ar. Sveinn vigðist kirkju mennskra manna og dvaldi við
fræði hennar i kvrrð og alvöru klaustursins að Helgafelli.
svo að hann varð hverjum vígðum manni fremri um lær-
dóm, og söng messu svo sætlega, að enginn hafði slíka
fegurð heyrt. Aldrei kom hann nálægt Tungustapa og var
sem liann forðaðist þangað að líta. Ekki mátti liann þó
neita bón deyjandi föður um að koma að Tungu og svngja
þar messu, en í kirkju undir messu sonarins vildi bóndinn
deyja. Sveinn gekk með þungum huga til þeirrar tiðagerð-
ar og ótlaðisl dómsúrslitin. Bað hann að loka kirkjunni
jörð 217
iS