Jörð - 01.12.1944, Page 23
seini sína um seinustu aldamót. Starfsmark þeirra var að
byggja landið að nýju, Jilúa að hvers konar gróðri lands.
og manns. Þau lögðu áherzlu á að tengja saman fortíð
og nútíð, viðhalda þjóðlegri menningu, sem er aðal liverr-
ar smáþjóðar, sé með traustri hófsemi haldið á þeim mál-
um og ekki slefnt til þjóðernislegs hroka, sem ávallf lítil-
lækkar og er imynd vanþroskans. Viða lyftu þau Grettis-
tökum í framkvæmdum, réttu úr kyrkingslegum trjástofn-
um, sem þjóðin hafði í fátækt sinni rúið gróðrarmætti, og
tókst jafnvel að friða skóga. Og umfram það, sem þau
Iiafa unnið að félagslegu uppeldi æskufólks sveitanna,
hófsemi þess og drengskap, hafa þau einnig unnið að lílc-
amleg'u uppeldi þess, íþróttaiðkunum og byggingafram-
kvæmdum til þeirrar menningarstarfsemi. Að Laugum
hefur einu Grettistakinu verið lyft af ungmennafélögum
héraðsins. Voldug steinhyging rís hér undir hlíðarrótum
og minnir á kastalavigi. Hún er reist æsku héraðsins til
sundiðkana á þeim stað, er Kjartan Ólafsson sótli til laug-
ar. Hér hafa því fortíð og nútíð fléttazt saman, og ávallt
hljóta afrek Kjartans að eggja hér til dáða. Vel sé þeim,
er svo greinilega fundu tengsl nútíðar við forlíðina og
hagnýttu gjafmildi jarðarinnar til manndómslegs þroska
komandi kynslóða. Það gefur eitt fyrirlieitið um trúleik
þjóðarinnar við uppruna sinn, þótt allt það gagnlega, sem
aðrar þjóðir hjóða okkur til lærdóms, sé notfært.
En þótt hér hafi vel verið unnið, er enn ekki ástæða til
þess að lála staðar numið. Þetla hérað kallar enn á vaska
menn til nýrra átaka, fórna og starfa. Enn er mörg verk
að vinna og að Laugum híða þýðingarmikil verkefni óleyst.
íshnzk menning er nú ef til vill í nokkurri hættu. Að
henni sækja vestan- og austanvindar annarlegra áhrifa.
Þeir vindar láta vel í evrum eins og hörpuspil álfheima
þjóðsagnanna, heilla og tæla veikar sálir í nokkurskonar
álfheima, þar sem sumar þeirra verða að umskiptingum.
Þá vinda verður að beizla, eigi þeir ekki að verða að tjóni.
Kaupstaðamenningin er rnnþá í deiglunni og ekki fullmót-
uð, en þar sækja mest á hm annarlegu áhrif. Ýmsir berjast:
JÖRD 221