Jörð - 01.12.1944, Side 25
Allt fram um seinustu aldamót hvíldi allt uppeldi og
fræðsla harna og unglinga á heimilunum. Þar lærðu þau
allt það, sem nauðsynlegast þótti þá til undirbúnings undir
lífsharáttuna. Fræðsla sú var oftast tæknislega lítil og
einhæf. Menn lærðu að lesa, draga til stafs og einföldustu
atriði reiknings, þegar hezt lét. Aftur á móti var fræðslan
oft auðug um þjóðleg fræði og þar lá styrkur hennar og
máttur. Með breyttum búnaðarháttum og atvinnuskilyrð-
um raskaðist jafnvægi heimilanna og þörfin varð meiri
um fjölþættari, almennan lærdóm vaxandi kynslóðar.
Það skapaði þörf skólafræðslunnar.
Fræðslulögin voru sett af brýnni þörf þjóðfélags, sem
þurfti að taka skjótum breytingum til þess að verða hlut-
gengt með öðrum menningarþjóðum, sem áttu sér langa
þróun að haki í tækni atvinnuveganna og skólamálum
fjölmennisins. Áður en fræðslulögin voru fyrst samin, fór
fram nákvæm rannsókn á alþýðufræðslu þjóðarinnar og
framkvæmdi þá rannsókn einn lærðasti Islendingur þeirra
tíma, og lögin voru til gildis tekin fyrir tilverknað vald-
Iiafa, sem skildi fullkomlega nauðsyn breyttra forma al-
þýðufræðslunnar, til þess að sú þjóðfélagslega nýsköpun
tækist, sem fyrir dyrum stóð.
Fræðslulögunum var misjafnlega tekið og alll fram á
þenna dag hafa margir rejmt að gera lítið úr þeim og
framkvæmd þeirra. Margir aðilar, sem átt hafa að sjá um
framkvæmd laganna út um byggðir landsins, hafa meira
gert til þess að sniðganga Icröfur þeirra en fylla þær og
hæta við. Sjálfu Alþingi virðist stundum liafa verið ljúfara
t. d. að halda verndarhendi yfir áfengisverzlun en hæta
aðstæður til framkvæmda fræðslulaganna.
Með setningu og framkvæmd fræðslulaganna myndaðist
ný stétt í landinu, kennarastéttin. Sú stétt hefur verið
haldin í efnalegri ánauð og starfsemi hennar með ]jvi
stórlega torvelduð. Við ill kjör og lítilsvirt hefur stétt þessi
þó barizl fyrir bættum fræðsluháttum og óefað rækt skyld-
ur sínar eins vel og aðrar trúnaðarstéttir þjóðfélagsins.
Og víst er um það, að þær kröfur, sem gerðar liafa verið
jörð 223