Jörð - 01.12.1944, Side 26
um aukna menntun hennar, liafa komið frá stéttinni sjálfri.
Enn eru margir lítt ánægðir með framkvæmd fræðslu-
laganna og starfsemi skólanna, og kennir þar margra að-
finnslutegunda. Sumir gera lítið úr þeirri fræðslu, sem
skólarnir veita og telja hana verri en enga. Margir þeirra,
sem með þær aðfinnslur koma, virðast sælir í vitund um
sína eigin menningarlegu ofurmennsku. Aðrir eru hneyksl-
aðir á ítroðningi skólanna og' þeim bókfræðiþrældómi,
sem varnarlausum börnum er haldið í, en ekkert sé gert
til uppeldis þeim eða siðfágunar. Vist getur falizt sann-
leiki i þeirri ásökun, því að samkvæmt fræðslulögunum
eru barnaskólarnir fyrst og fremst fræðslustofnanir en
ekki uppeldisstofnanir, þótt hver góður skóli reyni eftir
getu að vinna að siðfágun nemenda sinna, en víst mætti
sú starfseirti þeirra aukast.
Sumir foreldrar virðast ætlast til þess, að kennararnir
séu kraftaverkamenn, sem græði uppeldismistök þeirra
og jafnvel blási börnum þeirra guðsneista gáfnanna í brjóst,
þar sem bans er vant. Aðrir foreldrar eru baldnir sjúk-
Jegum metnaði um prófafrek barna sinna og fái Gunna
8,5 í aðaleinlcunn, en Stína ekki nema 8,3, getur kennari
þeirra hæglega verið dæmdur óliæfur af foreldrum Stinu.
Eklvi ber að neita því, að ýmisleg mistök liafa orðið í
starfsemi skólanna og liafa ýmist valdið kennarar þeirra,
tómlæti og birðuleysi þeirra, sem átt Jiafa að sjá um að-
búnað til kennslustarfseminnar og misskilningur þeirra,
sem átt liafa að njóta skólastarfseminnar. Flestir þeir
kennarar, sem átt liafa fyrir fjölskyldum að sjá, liafa orð-
ið að Idaða á sig aukastörfum til þess að sjá heimili sínu
fjárhagslega farJjorða. Margir þeirra Jiafa annað tveggja
ofþreytzt fyrir aldur fram eða leiðzl inn á ])á braut að
sínna eklíi sínum aðalstörfum með sívaxandi athygli og
áhuga, sem aldrei má slævast. Of lítið hefur verið liirt um
að velja þá menn til kennaramenntunar, sem sýnt væri um,
að færir væru lil kennslu, svo að í stétt ])essa, eins og
aðrar stéttir, liafa slæðzt einstaklingar, sem aldrei voru
færir um að vinna að kennslustörfum, þótt hlutgengir
224 jöbð