Jörð - 01.12.1944, Page 28
þeirra verða við betri skilyrði? Hinu ber heldur ekki að
neita, að oft eru við þessa kennslu unglingar, sem mjög
skortir lærdóm og tækni.
Unglingafræðsla er engin i sveitunum eftir, að farskól-
unum sleppir, og þá fræðslu verða unglingarnir að sækja
oft langan veg í framandi liéruð, í stað þess að njóta lienn-
ar að einhverju leyti heima.
Það má telja mjög líklegt, að einn þáttur í starfseminni
gegn flótta unga fólksins úr blómlegum heimabyggðum
hljóti að verða sá, að menntunarskilyrðin séu bætt að
nokkru til jafns við kaupstaðina, en ekki þó með eftiröpun
heldur á þann liált, sem bezt fellur inn í þróun þeirrar
menningar, sem sveitirnar hafa alið.
Skólamálum sveitanna verður að koma í nýtt horf, en
hvernig?
Flestir munu nú vera orðnir á eitt sáttir um úrlausn
þeirra mála. I dreifbýli sveitanna er vart önnur lausn en
sú að reisa heimavistarskóla, — ekki fyrir hvern lirepp;
það yrði ríki og hreppum fjárhagslegur hurðarás um öxl
í Ijj^ggingarkostnaði, auk þess að fámennum hreppum yrði
um of sú fjárhagslega raun að starfrækja lieimavistar-
skóla, svo að sómasamlegt væri. Það verður að þoka burt
allri hreppapólitík og reisa skóla fyrir þá hreppa, sem
iiægast eiga um samvinnu i skólamálum. Hreppatakmörk
í fræðslumálum geta vel færzt út. Þrír lireppar — jafnvel
fjórir fámennir hreppar gætu vel orðið eitt skólahverfi.
Með því móti gætu fjárframlög iivers eins hrepps orðið
minni en nú er til farkennslunar, þótt einskis væri i spar-
að að gefa skólabyggingunum mátt einfalds glæsileika til
umgengnisfágunar nemendunum.
Skólar þessir yrðu ekki reistir til þess að gera áhrif
heimilanna minni, heldur til þess að efla þau og styrkja.
Þeir jTrðu alltaf að vera í traustum tengslmn við Iieimilin,
þjónn þeirra til meiri menntunar og göfgi. Enginn sannur
skólamaður óskar þess, að skóli rofni úr tengslum við
lieimilin, heldur liins, að hann verði þess megnugur að
efla þá menningu, sem lieimilin hafa lagt grundvöllinn
226 jöbd