Jörð - 01.12.1944, Side 30
veil nemá það gæti stuðlað fasl að því, að skapa tryggð
Kjartans Ólafssonar við þetta liérað, en eftir því, sem
Laxdæla lætur ráða í| yfirgaf hann konungdrauma sina,
afsalaði sér mágsemdiim við sjálfan Noregskommg, til
þess að koma aftur lieim í þetta hérað. I glaumkenndu
erlendu hirðlífi liafði hann metið heimahaga sína meira
virði til þjónustu sinnar en erlendan höfðingdóm. En er
ekki þessi tryggð liér til ennþá? Einmitt hér hefur ný-
lega ungur höfðingjason, eftir að liafa dvalið nokkur ár
erlendis og kynnzt nokkuð ýtarlega erlendri menningu,
flýtt sér heim — hugsað sjálfsagt svipað og Snorri Sturlu-
son forðum — „úl vil ek“ — til þess að merki fallins
föður í búskaparrausn og höfðingsskap félli ekki nið-
ur, heldur yrði þjónustu Iians við þetta hérað haldið á-
fram. Er ekki meiri von um framtíð þessa héraðs með-
an finnst við það jafn drengskaparleg þjónustu-
lund ?
Ungmennafélagar héraðsins hafa þegar réttilega vígt
þennan stað til íþróttaiðkana æskumanna og unnið hér
afrek með byggingarframkvæmdum sinum, en íþróttaiðk-
anir eru aðeins einn nauðsvnlegur liður í alhliða upp-
eldi nútima-íslendings; nauðsynlega fræðslu og andlegt
uppeldi má heldur ekki vanrækja. Það má telja víst, að
ungmennafélagar héraðsins ætli til meiri sóknar um end-
urbyggingu staðarins, æskumönnum béraðsins til meiri
þroska. Þeir ættu að láta það verða sitt næsta mikla átak
að sameina þær bj'ggðir, sem næst liggja, um skólastofn-
un að Laugum og lála hér innan fárra ára rísa upp skóla-
stofnun fyrir börn og unglinga héraðsins. í þeim skóla
ætli fyrst og fremst að ríkja vaskleiki og drengskapur
Kjartans Ólafssonar — skörungsskapur Guðrúnar Ósvif-
ursdóttur í kristilegri siðfágun — sjieki Snorra goða án
bragðvísi hans, og manngöfgi og mildi friðarhöfðingj-
ans í Hjarðarholti, Ólafs pá, sem á takmörkum heiðinn-
ar og kristinnar lifsskoðunar hafði eignazt þá göfgi hug-
arfarsins að berjast gegn blóðhefndum eftir son sinn,
sem hann unni ef til vill meira en sinu eigin lifi. Takist
228 jörd