Jörð - 01.12.1944, Qupperneq 31
þetta, liefur framtíðin verið tengd frotíðinni á þann hatt,
sem bezt má verða.
Ijl INHVERS STAÐAR á kyrrlátmn stað við Breiðafjörð
er Laxdæla skráð. Höfundur hennar liefur setið, og
ef til vill vakað í kyrrð næturinnar, við að steýpa sam-
an munnlegum arfsögnum, yrkja í eyðurnar, meitla og
sverfa frásögnina, þar til er ódauðlegt listaverk var skap-
að. Sjátfur duldi hann sig bak við verk sitt — hefur ef
til vill fundizt tiann sjálfur lítilfjörlegur í samanhurði
við þær persónur og þá atburði, sem liann gerði lifandi
með mælti íslenzkrar tungu. Hann gat ekki nafns síns.
Það er ef til vitl dýpsta virðing og jafnframt lítillæti,
sem nokkur listamaður getur sýnt gagnvart verkum sín-
um, af því að hann metur þau meira en sjálfan sig. Hann
skrifaði Laxdælu fvrir alþýðu þessa lands, hóf sitt eigið
móðurmál yfir lögskipað mál kirkjunnar, en tetja má nijög
líklegt, að hann tiafi verið kirkjuvígður maður. Allan list-
rænan hátt sinn lagði hann í þjónustu tungunnar, svo
að henni yrði verkið vígt og mætti minna komandi kyn-
slóðir á gleði og harma, skapstyrk og veilur, speki og
yfirsjónir liðinna kvnslóða. Og yfir öllu verkinu drottnar
tign og máttur íslenzkrar tungu og minnir stöðugt á þjón-
ustuskyldu okkar. Þess mundu allir unnendur íslenzkr-
ar alþýðumenningar vilja óska, að allri fræðslustarfsemi
okkar og skólum gæfist þvílíkur þjónustumáttur við is-
lenzka tungu, íslenzka menningu, kristilega lífsskoðun og
lýðfrelsishugsjónir.
Þórleifur Bjarnason,
höfundur framanskráðrar ritgerðar, er sá hinn sami, er ritaði Horn-
ftrendingabók, en um álit JARÐAR á þeirri bók fara lesendur vorir
ckki í grafgötur (sbr. 5. hefti síðasta árgangs). JÖRÐ er það gleði-
efni að vera fyrst tímarita til að flytja meira háttar gre'n eftir
þenna mjög efnilega, unga hiifund, og eiga í vændum skemmtiþátt
frá honum innan tíðar.
-Jönn 229