Jörð - 01.12.1944, Síða 32
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Bókabálkur
Inngangsorð
ÓKAÚTGÁFA hefur stórum aukizt hér á íslaudi á
síðustu árum, og víst er um það, að þó að fimm-
vikna vinnudeila kunni að valda því, að mun færri
bækur verði hér gefnar út en í fyrra, sem ennþá er þó ekki
séð, þá verður samt uppskeran á akri hókmenntanna
ærin að vöxtum á því herrans ári 1944.
Ýmsum þykir nóg um „bókáflóðið“, en mér virðisl sízt
ástæða til að fárast yfir því, að útgáfa bóka liefur farið
vaxandi. Útgefendur mundu alls ekki gefa út jafnmik-
ið af bókum eins og þeir gera, ef þær væru ekki vfirleitt
keyptar. Og mér finnst það gleðilegt, að fslendingar hafa
seinustu árin sýnt og sannað, að það er ekki bara gömul
þjóðsaga, að þeir séu bókhneigðir og bókelskir. Þeinv
hefur um skeið verið gefinn kostur á fleiri bókum á ís-
lenzku lieldur en nokkru sinni áður, og allur þorri manna
liefur haft og hefur enn — kannski í fjrrsta skipti í sögu
þjóðarinnar — einhvern afgang' frá hinum allra hrýn-
ustu lífsþörfum.
Sumir hafa látið i ljós, að þeim þætti mjög illa vand-
að til vals á mörgum þeirra bóka, sem út væru gefnar
— og þá einkum skáldsögum, þýddum úr erlendum mál-
um. Víst er um það, að margt lélegra erlendra skáld-
sagna hefur verið þýtt og gefið út á íslenzku, síðan stríð-
ið hófst og bókaútgáfa tók að aukast, en hitt má þó engu
síður fullyrða, að hér áður fyrr var miklu minna gefið
út af góðum þýddum skáldsögum heldur en nú, en litlu
niinna af reyfurum. Sögurnar, sem Jóh. Jóh. gaf íslenzk-
um lesendum kost á að kaupa og lesa, — og sögur Viku-
ritsins og Sögusafnsins, voru allar lélegar: sneiddar skáld-
skapargildi og flestar illa gerðar og einnig illa þýddar,
málið illt og óvandað. Þá var prófarkalestur oftast hörmu-
230 jörÐ'