Jörð - 01.12.1944, Page 33
legur — og prentun og pappír þannig, að segja má, að
þar hæfði skel skolti.
Hér er ekki rúm til þess, að gera órækan samanburð
á fjölda og gæðum þýddra skáldsagna frá styrjaldarár-
unum og frá t. d. næstu 20—30 árunum á undan, en samt
sem áður vil eg minna menn á allmargar þýddar skáld-
sögur, sem komu út árin 1940—1943 og ég tel ýmist merki-
legar sem bókmenntir eða að minnsta kosti hafa eitthvað
það við sig, sem gefi þeim nokkurt bókmenntagildi. Geta
menn svo sjálfir bætt við — eða dregið frá — og síðan
borið saman við þýddar skáldsögur frá einhverju öðru
árabili:
Amerískar sögur:
Sinclair Lewis: Babbitt. John Steinbeck: Þrúgur reið-
innar, I., Kátir voru karlar, Máninn liður og Mýs og menn.
Ernest Hemingway: Og sólin rennur upp og Vopnin kvödd.
Rachel Field: Og dagar koma. James M. Cain: Pósturinn
bringir alltaf tvisvar. Horace M. Coy: Iiollywood heillar.
Don Tracy: Til himnaríkis og heim aftur. Harriet Beecher
Stowe: Kofi Tómasar frænda. Booth Tarkington: Keli.
Mararet Mitchell: Á hverfanda hveli. Traven: Flökku-
mannalíf (saga frá Mexico).
Enskar bækur:
Thomas Hardy: Tess af D’Urberville-ættinni. Robert
Louis Stevenson: Dr. Jekyll og Mr. llyde. W. Sommerset
Maughan: Hjónaband Bertu Ley. Priestley: Ivrossgötur.
James Hilton: Verið þér sælir, hr. Chips. P. G. Wodehouse:
Snabbi. Ch. Dickens: Jólaævintýri, Oliver Twist (ný þýð-
ing).
Þýzkar sögur:
Tliomas Mann: Tonino Kröger. IJon Feuchtwanger:
Töframaðurinn.
Rússneskar sögur:
Leo Tolstoi: Anna Karenina, Kósakkarnir. Dmitri Me-
reskowski: Þú hefur sigrað, Galilei.
Tékknesk saga: J. Hasek: Æfintýri góða dátans, Sveiks.
Frönsk saga: E. Zola: Nana.
JÖRÐ 231