Jörð - 01.12.1944, Side 35
fyrirbrigði sálarlífsins, en skapar livorki verulega fjör-
lega viðburðarás né lætur persónurnar aðallega skýrast
af orðum þeirra og framkomu.
Og nú er ég kominn að atriði, sem sumuin kann að
finnast fjarstæða. Það er þetta: Jafnvel reyfararnir vinna
ákveðið menningarhlutverk. í fjölbýlinu er mjög margt
annað en lestur bóka, sem menn geta baft sér til afjjrey-
ingar, og flest af því hrópar hærra á atliyglina. Margir
þeir, sem uppaldir eru bjá lítið bókhneigðum foreldr-
um eða við slík skilyrði, að götulífið hefur verið þeirra
áhrifamesti fræðari i bernsku, kjósa svo einmitt aðrar
skemmtanir frekar en bókalestur. Reynið að fá slíkum
manni hálistræna skáldsögu, atburðalitla og sérslæða
að orðfæri og listtækni! Min reynsla er sú, að revfararn-
ir séu svo að segja sú eina tegund bóka, sem geti vakið
lestrarlöngun hjá þessum mönnum, — en þegar hún hef-
ur verið vakin, þá er mikið fengið. Hitt er svo annað mál,
að ekki er sama, hver reyfarinn er. Vel skrifaður, atburða-
rikur og hressilegur rejTfari, sniðuglega saman settur og
þýddur á gott mál, er liátt hafinn yfir hinn væmna og
vfirleitt illa gerða ástarsagnaþvætting, þar sem undir yfir-
skini hreinleika, siðferðis og stundum jafnvel guðrækni
er ýtt við ýmsu þýí bjá illa þroskuðum lesanda, sem bet-
ur væri látið biða sins tíma.
Loks vil ég svo minnast nokkuð á frágang bóka þeirra,
sem úl bafa verið gefnar síðustu áriu. Hann liefur verið
mjög misjafn, oftast sitthvað með fullum rökum út á
hann að setja. Jafnvel hinir merkustu bókaútgefendur
gerðu sig seka um svo mikið birðulevsi um prófarkalest-
ur, að fádæmi mega það heila. Hins skal svo líka getið,
að flestir jjeirra bafa nú bætt þarna mjög verulega úr
skák. Þá þvkir mér sérstök ástæða til að minnast á band
bókanna. Þar bafa margir útgefendur syndgað stórlega.
Þú hefur kejTpt stóra og dýra bók, fagurgyllta, en spjöld-
in hafa kannski verið hornskökk, og áður en varði bef-
Ur ef til vill annað spjaldið verið orðið rifið niður að
miðju frá kjölnum. . Þú hefur í fvrstu alls ekki getað
jöbð 233
16